26 October 2011

Garnleiðangur

Í dag gerði ég nokkuð sem mig hefur lengi langað til.

Ég fór í garnleiðangur!


Sofia frænka sem er í heimsókn á Íslandi vildi fá að sjá hvaða garn Ísland hefur uppá að bjóða.
Sofia er eins og ég - við elskum báðar akríl - og það var yndislegt að fara í búðir með e-m sem kann að meta það sama og ég sjálf.

Þótt það sé skammarlega lélegt úrval af akríl garni hér á Íslandi þá kom það mér á óvart hve mikið var samt til. Þetta blogg er því tileinkað öllu því fallega akríl garni sem við fundum...og líka hinu sem var ekki alveg jafn fallegt.

Rúmfó: King Cole baby er til í 4 litum og kostaði í dag 595 kr. 100 gr. dokka.
Ég er btw ekki enn búin að jafna mig á því að Rúmfó hafi hætt að selja hitt King Cole garnið sem þeir voru með.

A4: Kartopu glimmer garnið var án efa sigurvegari dagsins. Það er svo geggjað flott! 100 gr. dokkar var á 920 kr. Fæst samt ódýrara í Fjarðarkaup.

Einlita garnið á þessari mynd er allt Kartopu líka.

Það er komið mjög flott úrval af litum í Aran garninu. 400 gr. dokkur á 2200 kr.
Þetta garn er tilvalið í að stór zikk zakk teppi.

Carolina garnið. Skemmtilegir litir...en mér finnst það samt í dýrari kanntinum. 50 gr. dokka er á um 600 kr.

Sofia átti erfitt með að hemja sig.

Fjarðarkaup: eru líka með Kartopu garnið. Þar kostar dokkan 833 kr. Þeir eru líka með stóru Aran dokkurnar en þær kostuðu 2400 kr. sem er dýrara en í A4.

Föndurlist í Mörkinni eru með mikið úrval af akríl garni...en það er misgott.
Þessar dokkur Red Heart soft touch eru 140 gr. og kosta 1595 kr. Sem mér finnst í dýrari kanntinum, en þeir voru með nokkra góða liti.

Julia garnið er hræódýrt einlitar 50 gr. dokkur eru á 285 kr. og...

...sprengdar dokkur eru á 430 kr. Litirnir eru mjög flottir en þetta er frekar gróft akríl garn og mögulega ekki svo gott fyrst það er svona svakalega ódýrt.

Þarna voru líka Bernat 100 gr. dokkur af sprendu garni á 1190 kr. Mér finnst það frekar dýrt því garnið var ekki það spes. Einlitu dokkurnar voru 50 gr. dokkur af Mary Maxim's baby's best á 595 kr. Það garn var bara til í væmnum barna litum en er mjög mjúkt.

Föndurlist er líka með þetta Red Heart super saver garn.
Ég veit að heklarar í USA nota þetta garn mikið. Þetta eru stórar dokkur og flottir litir. Eeeen það er svo rosalega gróft að ég veit ekki hvort mig langar að hekla úr því. Kannski gæti það verið fínt í stór teppi og hekla þá með mjög stórri nál. Veit samt ekki.

Í A4 var líka hægt að fá fullt af glimmer þráðum. Það er pottþétt hægt að nota þá til að gera sitt eigið glimmergarn.

Oooog svo smá fyrir þær sem eru að hekla krukkur eða bjöllur eða annað slíkt.

A4 eru með gott úrval af hekl garni nr. 10 í flottum litum. Þetta er Babylon garn og dokkan kostar 943 kr.

Föndurlist eru svo með Aunt Lydia's garnið, sem er líka hekl garn nr. 10, í nokkrum litum. Dokkan kostar 895 kr.
Er ekki alveg viss en held samt sem áður að það sé meira á Aunt Lydia's dokkunum en Babylon.
Það er líka hægt að kaupa stóra Aunt Lydia's dokkur sem eru næstum 1000 metrar (sem er helling) á 1990 kr.

Það er ekki hægt að fara í garnleiðangur á þess að kaupa sér garn. Ég keypti þó ekki mikið. Bara 3 geggjaðar glimmer dokkur af Kartopu.

Mar á aldrei nóg af glimmergarni er það nokkuð?!

6 comments:

  1. enginn smá leiðangur sem þið hafið farið í! Vá! En hvað er það sem þið elskið við Akrýl - bara til að skilja ykkur betur! :-)

    ReplyDelete
  2. Fínt garn, það er mjúkt og stingur ekki, það má þvo það án þess að það skemmist, litirnir eru geggjaðir og það er ódýrt.

    ReplyDelete
  3. Ég skil þig núna! :-) Þetta er alveg rétt hjá þér - garn sem ekki stingur, fallegt á litinn og má þvo er náttúrulega bara snilld. Svei mér þá ef þú hefur ekki opnað augu mín fyrir einhverju nýju! :-) Bestu kveðjur!

    ReplyDelete
  4. skemmtileg og flott síða :) gaman að sjá hvað er til, þó ég deili ekki með þér áhuganum á akrílgarninu ;) miklu hrifnari af ull og bómull sem er líka til í mjúku flottu garni sem má þvo í vél. akrílið verður oft svo rafmagnað og rakinn sest utaná það, td. í treflum og húfum er það kalt og leiðinlegt. en hver hefur sinn smekk sem betur fer :) Takk fyrir að deila uppskriftum og umfjöllun á netinu !

    ReplyDelete
  5. Flott síða hjá þér og þú virðist vera rosalega flink og dugleg, en ég fatta ekki þetta með acrylið. Mörg ár síðan ég gafst upp á því, það hnökrar, rafmagnast, veldur kláða og peysurnar eiga það til að ganga úr lagi. Til dæmis styttast og breikka ;) en gott að einhver kaupir það ;)

    ReplyDelete