21 March 2011

♥ Ást áSt ásT ♥

Ég verð ótrúlega oft ástfangin þegar kemur að hekli. Og í dag féll ég sko kylliflöt...algerlega haus yfir hælum ástfangin!

Var að leita mér að hugmyndum fyrir heklaða eyrnalokka og fann
mccordworks
Skoðið flickr hennar og ef þið eruð e-ð eins og ég þá skiljið þið afhverju ég er að missa mig!Ég er bara ekki að komast yfir það hvað þetta er allt flott hjá henni. Algert system overload!

2 comments:

  1. Uppáhaldsbloggið mitt þessa dagana, settist við tölvuna á föstudaginn síðasta, með bloggið þitt opið, sat mjög einbeitt með heklunál og garn....allt í einu sá ég ljósið (hef aldrei skilið hekl áður) og heklaði nánast fullkomin ömmu ferning, er búin að gera nokkra síðan. Stefni á eitthvað aðeins flóknara innan tíðar.
    kveðja Sigga

    ReplyDelete
  2. Æj en frábært c",)
    Alltaf jafn gaman að heyra að bloggið mitt sé að gagnast öðrum.

    ReplyDelete