Ég er varla búin að hugsa um annað en "spike stitch" þessa dagana sem ég kýs að þýða sem "gadda spor". Ég hreinlega elska þetta spor. Það er hægt að gera svo geggjað mynstur með því...og það er alls ekki svo erfitt.
Ég ákvað að æfa mig á þessu spori með því að gera smekk úr afgangsgarni. Þetta er fyrsti smekkurinn sem ég gerði - bara eftir eigin höfði - mér finnst hann voða sætur en hann er kannski soldið stór.
Það er svona að eiga svona stóran strák að ég er löngu búin að gleyma öllum stærðum c",)
Mér fannst svoooo gaman að gera þennan smekk svo ég ákvað að gera fleiri. Gerði fyrst bláa smekkinn og ég bara varð ástfangin! Ég varð að gera meira meira meira. Fyrst kom bleiki og svo hvíti.
🎃 👻 Hrekkjavaka 🕷️ 🕸️ 🎃
2 weeks ago
OSOM... flott þessi spor, þurt snillingur
ReplyDeleteJókos
Finnst þér ekki c",)
ReplyDeleteÉg er alveg ástfangin.
Geðveikt töff.....er einmitt að reyna að branch out í heklinu...hehehe...
ReplyDeleteSofia
þetta eru geggjaðir smekkir, ekki bara sporið heldur líka sniðið.+
ReplyDeleteer að berjast við að læra hekl og gera smekki en rek þá bara upp því þeir eru aldrei réttir hjá mér!
kv hugrún