14 June 2010

Hitt...en aðallega þetta

Ég var að taka til í garninu mínu og fann mig svona knúna til að taka myndir og blogga um það...aðallega vegna þess að ég hef ekkert bloggað lengi.

Ég skrapp í IKEA seinustu helgi og keypti mér svona kassa til að skella öllu garninu mínu í. Hingað til hef ég ekkert verið neitt sérlega skipulögð og er oft á tíðum mesta draslið á heimilinu allt garnið mitt um allar trissur.

Ég safnaði öllu garn-kyns sem ég á úr öllum hornum, skápum, pokum - og flokkaði í tvo kassa.
Í einum kassanum er bara garn sem ég á og bíður þess að vera notað.




Í hinum eru öll verkefnin sem ég hef byrjað á og á eftir að klára...eða sem ég ætla að rekja upp en hef bara ekki nennt því. Einn fylgifiskur þess að vera með athyglisbrest c",)

Í þeim kassa eru meðal annars:
- Nokkrar tegundir af ferningum.
- Þríhyrningar, blóm, snjókorn sem aldrei varð neitt úr.
- Hjörtu sem áttu að vera jólaskraut.
- Sokkar og misheppnaður vettlingur.
- Treflar, sjöl, hettur og álfaskór.
- Renningar sem ég ætlaði að hekl-graffa með
- Misheppnaðar prjónaðar peysur.

Það er líka búið að vera smá panik í gangi.
Núna í lok maí var hringt í mig frá Bjarkarhóli - sem gefa út Prjónablaðið Björk og reka Garn.is síðuna - ein konan hafði rekist á bloggið mitt og þau vildu endilega fá mig til að hekla í blaðið þeirra því ég væri svo hugmyndarík.

Eftir að hamingju-monnt-spenningurinn fór að rjátla af mér og ég var komin með allt garnið í fangið - sem ég valdi mér btw sjálf -þá fór af stað panikið. Hvað í ósköpunum átti ég að hekla?!

Ég gerði alveg fullt fullt af prufum og var með fullt af hugmyndum...en mér fannst bara ekkert nógu flott.



Loksins loksins loksins komst ég að niðurstöðu og er alveg mega sátt.
Það er búið að ganga frekar vel að hekla þetta - þrátt fyrir að minn dyggi aðstoðarkisi Guðmunda leggi sig alla fram við að vera memm í fjörinu.



Planið var að teppið mitt myndi vera í blaðinu sem fer að koma út núna. Ég tel mig vera fljóta að hekla en ég náði þessu ekki á þessum 10 dögum síðan ég ákvað hvað ég ætlaði að gera. Og samt setti ég næstum allt lífið á pásu um helgina og heklaði þar til ég gat varla hreyft hendurnar.

En þetta eru um 110 dúllur. Það eru að minnsta kosti 900 spottar sem á eftir að ganga frá. Ég er ekki enn búin að ákveða hvernig ég ætla að raða þessu upp, hvort og hvernig ég hekla það sama eða sauma það, og hvernig ég ætla að hekla í kringum það.

Þar sem blaðið kaupir útgáfuréttinn af teppinu veit ég ekki hve mikið af því ég má setja á bloggið mitt. En bara svo Jóka sjái e-ð smá af því sem ég er að gera þá lítur þetta merka undur sem verður teppið mitt svona út í dag.


Lokaniðurstaðan kemur svo í haustblaði Bjarkar.

4 comments:

  1. Vá en spennandi að fylgjast með :o)
    Kv. Hafdís Helga

    ReplyDelete
  2. Til hamingju með þetta. Hlakka til að sjá útkomuna.

    ReplyDelete
  3. OMG hvað þetta er spennandi :D

    Hlakka svo til að sjá loka útkomuna

    kv. Jóka

    ReplyDelete
  4. Mig hlakkar ekkert smá til að klára þetta! Búið að vera voða gaman...en ég á svo erfitt með að gera bara eitt í einu að það er alveg að fara með mig að geta ekki byrjað á neinu nýju fyrr en þetta er búið.
    En þetta er alveg að koma hjá mér c",)

    ReplyDelete