Eins og ég hef minnst á áður þá fékk ég tvær dokkur af Zpagetti garni í afmælisgjöf. Á miðanum stóð að það ætti að nota heklunál nr. 12 og hún fylgdi með í afmælispakkanum.
Það var samt ekki að ræða það að ég gæti heklað með þessari nál. Hún var hreinlega of lítil fyrir þetta garn. Ég spurðist fyrir á meðal annara heklara og þær sögðust vera að nota nálar nr. 10 eða 12. Ég hélt að málið væri bara að ég heklaði svona svakalega fast.
Eeeen svo fór ég í Föndru um daginn og sá annað Zpagetti garn og þá fattaði ég afhverju ég átti í vandræðum. Garnið sem ég var með var miklu þykkara en venjulegt Zpagetti garn og stífara. Haut að vera.
Eftir að hafa fengið heklunál nr. 15 í gjöf frá mömmu þá byrjaði ég að hekla.
Eftir að hafa fengið heklunál nr. 15 í gjöf frá mömmu þá byrjaði ég að hekla.
Ég gafst upp á að reyna að hekla í hring og ákvað að hekla bara fram og til baka. Það gekk mun betur og ég var enga stund að hekla mottuna. Hafði tærnar á mér með á myndinni svo stærðin sæist almennilega...mottan er 70x50 cm á stærð...og ég nota skó nr. 39 btw.
Hér sést nálin nr. 15, Zpagetti garnið.
Heklunál nr. 4,5 fékk að vera með á myndinni til að sýna stærðina betur.
Í lokin ein mynd af flensuprinsinum Móra með Zpagetti-garns-kórónu og heklunálar-veldissprota c",)