Nýjasta æðið mitt er nefninlega að prjóna gatamynstur. Ég er alveg dáleidd yfir þessari nýju tækni. Skil ekki afhverju ég hef ekki fattað þetta fyrr. En er mjög glöð að ég sé að uppgötva þetta núna.
Það er svo yndislega gaman
að læra e-ð nýtt!
Ég er búin að vera að sitja prjónanámskeiðin hennar mömmu og prjóna bjöllur. Ég var ekkert sérstaklega fljót að prjóna og var eini nemandinn sem náði ekki að klára bjölluna sína. Bjöllurnar mínar urðu líka of stórar því ég prjóna greinilega laust. Sem mér finnst soldið fyndið því ég hekla mjög fast.
En þriðja bjallan mín er uppáhalds og ég get ekki hætt að dást að henni. Finnst það frekar magnað að ég af öllu fólki hafi prjónað hana - og á prjóna nr 2 í þokkabót.
Ég fékk lánað eitt af bjöllu mynstrunum hennar mömmu og prjónaði utan um krukku. Svo prjónaði ég aðra eins krukku bara á stærri prjóna. Finnst þær báðar alveg ótrúlega fallegar.
Ég fann svo annað mynstur í gegnum Pinterest og gerði aðra týpu af krukku. Jólakrukku! Gatamynstrið myndar jólatré. Það er ekkert alltof greinilegt. En ef kærastinn minn sá jólatré út úr þessu þá held ég að aðrir ættu að sjá það líka.
Það hefur kertaljós logað í fallegu krukkunum mínum í allt kvöld.
Ég er svo hamingjusöm yfir þessari nýfundnu gleði minni í prjóni. Finnst þetta svo spennandi og finnst allt sem ég geri svo geggjað flott. Sælir séu einfaldir. Markmiðið er sett á að prjóna dúk eða/og jafnvel sjal. Ef ég missi ekki áhugann áður en það gerist.
Þú mátt alveg vera ánægð með árangurinn, þetta er mjög flott hjá þér!
ReplyDeleteTakk :) Ég er mjög ánægð með þetta hjá mér :)
Deleteglæsilegt hjá þér.
ReplyDeletemá ég kannski forvitnast hvar þú fékkst uppskrift af bæði bjöllunum og utanum krukkurnar. Mig langar svo að gera svona eitthvað svipað, en er með hekl-fötlun á háu stigi.