14 August 2012

Sorglegt? En satt!

Kærastinn minn segir mér reglulega að ég sé sorgleg þegar ég er að segja honum frá þeim æsispennandi hlutum sem eru að gerast í heklheiminum mínum. Má vel vera að ég sé sorgleg...en ég nýt þess þá í botn c",)

Ég á mér þó leynda skömm ef svo má að orði komast. Ég safna að mér gömlu hekli sem mér finnst flott í von um að geta nýtt mér það e-n tímann seinna. Ég er komin með alveg smá safn af stykkjum og er alltaf að banna mér að kaupa/þyggja meira fyrr en ég hef komið því sem ég á fyrir í not.

En allt kemur fyrir ekki. Ef ég sé hekl sem mér finnst flott þá verð ég að eignast það.





















Annars er ég búin að vera voða léleg við að blogga. Við vorum að flytja. Ekki langt þó. En ég hef verið alveg uppgefin á líkama og sál. Það getur tekið á að flytja. En það er svo gaman þegar það er búið.

Á meðan við erum að koma okkur fyrir fer öll hekl orkan mín í að klára minn hlut í strætó graff verkefninu mikla og undirbúa mig fyrir handverksmarkaðinn sem við systur ætlum að vera á á Menningarnótt.


4 comments:

  1. Ótrúlegur kraftur í þér stelpa ! :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Allt gert til að losna við heimilisverkin c",)

      Delete
  2. Að flytja með lítið barn, það tekur á :)
    En samt alltaf gaman að vera með eitthvað á nálinni :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Já það gengur hægt að koma sér fyrir og klára allt því hann Móri þarf sína athygli.
      Það er eitt það besta sem ég veit þessa dagana þegar ró er komin á strákana á kvöldin að setjast fyrir framan sjónvarpið og hekla c",)

      Delete