Í ár verður markaðurinn á Káratorgi, sem er á milli Kaffismiðjunnar Kárastíg og Drekans Njálsgötu. Markaðurinn er Laugardaginn 18. ágúst frá 12-16.
Ég er búin að vera að hekla utan um nokkrar barnamatskrukkur til að selja á markaðnum. Er ekkert smá ánægð með þessa litagleði hjá mér og missti mig aðeins í að taka myndir af krukkunum...svona aldrei þessu vant c",)
Þessar krukkur eru allar til sölu og kosta 1000 krónur stykkið.
Bleik og Beis litablanda
Fánalitirnir
Pastel litir
Allar krukkurnar í litaröð
Er alveg ástfangin af þeim
Er alveg ástfangin af þeim
Guðmunda mín var auðvitað á staðnum.
Mér finnst krukkurnar mínar svo fínar að ég verð ekkert svo sár ef þær seljast ekki. Þá get ég bara átt þær sjálf!
Meiriháttar flottar myndir hjá þér, ég ætla að mæta og kaupa krukku hjá þér :)
ReplyDeleteGlæsilegar krukkur!
ReplyDeleteHvaða garn notar þú aðallega í krukkurnar þínar? Frábærir litir... :)
Ég nota aðallega heklugarn nr. 10. Ég fer meir eftir lit en tegund. Versla helst svona heklgarn í Föndurlist, en hef keypt líka í Ömmu Mús, Rúmfó, A4.
Delete