11 September 2010

Heklaður kanntur #8 - Gadda kanntur

Einn kanntur tvær útgáfur.

Fyrri útgáfan:
Umferð 1: Byrjið hvar sem er með því að stinga nálinni í hvaða lykkju sem er, 1 loftlykkja, 1 fastapinni í sömu lykkju, 1 fastapinni í hverja lykkju út umferðina, í hornin eru gerðar 3 fastapinnar, tengið saman með keðjulykkju í fyrsta fastapinnann.
Umferð 2: Tengið með næsta lit í hvaða lykkju sem er, 1 loftlykkja, 1 fastapinni í sömu lykkju, 2 fastapinnar, 1 gaddaspor (sjá skýringarmynd neðst), 3 fastapinnar, 1 gaddaspor. Endurtakið út umferðina, lokið umferðinni með keðjulykkju í fyrsta fastapinnann.


Hin útgáfan:
Umferð 1: Byrjið hvar sem er með því að stinga nálinni í hvaða lykkju sem er, 1 loftlykkja, 1 fastapinni í sömu lykkju, 1 fastapinni í hverja lykkju út umferðina, í hornin eru gerðar 3 fastapinnar, tengið saman með keðjulykkju í fyrsta fastapinnann.
Umferð 2: Tengið með næsta lit í hvaða lykkju sem er, 1 loftlykkja, 1 fastapinni í sömu lykkju, 1 gaddaspor (sjá skýringarmynd neðst), 1 fastapinni, 1 gaddaspor. Endurtakið út umferðina, lokið umferðinni með keðjulykkju í fyrsta fastapinnann.


Gaddaspor:

No comments:

Post a Comment