Pages

20 April 2010

Spor - Keðjulykkja (kl)

Keðjulykkja er stysta sporið af öllum hekl sporum og er oftast notað til þess er að tengja saman hringi/umferðir, hekla saman búta/dúllur og færa nálina og garnið frá einum stað yfir á annann.
Stingið nálinni í þá lykkju sem um ræðir, farið í alla lykkjuna (allt V-ið), sláið garninu upp á nálina og dragið í gegn um báðar lykkjurnar, þá sem þið voruð að stinga í og þá sem er uppá nálinni.
Þá er ein lykkja eftir á nálinni og ein keðjulykkja hefur verið gerð.
- Þegar verið er að tengja saman umferðir í verkum þar sem heklað er í hringi er frjálst að velja hvort farið er í alla lykkjuna eða bara hálfa. Ég hugsa að það sé algengara að aðeins sé stungið í hálfa þótt ég sjálf stingi alltaf í báðar. - Þegar er verið að hekla saman búta/dúllur er líka hægt að fara í bæði alla lykkjuna eða bara hálfa, það fer algerlega hvað þú ert að gera og hvað hverjum finnst fallegast.


Ísl - Keðjulykkja (kl)
US - Slip stitch (sl st)
UK - Slip stitch
(sl st eða ss)
DK - Kædemaske (km)



Myndirnar og hluta textans fékk ég lánað úr bókinni
200 Crochet blocks eftir Jan Eaton.
Þessi bók er bara snilld, kenndi mér ótrúlega mikið!

No comments:

Post a Comment