Pages

20 April 2010

Spor - Fastapinni (fp)


1. Byrjið á að gera upphafslykkjur og stingið nálinni inn í aðra loftlykkju frá nálinni. Sláið garninu yfir nálina (garnið yfir) og dragið það í gegnum fyrstu lykkjuna, þá eru tvær lykkjur á nálinni.
- Nálinni er alltaf stungið í lykkjuna að framan og kemur út að aftan (from front to back).



2. Til þess að fullgera sporið, garnið yfir og dragið í gegn um báðar lykkjurnar á nálinni, þá er ein lykkja eftir á nálinni. Endurtakið þetta, heklið fastapinna í hverja loftlykkju út umferðina.


3. Í lok umferðarinnar, snúið, heklið eina loftlykkju til þess að snúa (munið að þessi lykkja telst ekki með sem spor - sjá meira hér). Stingið nálinni í fyrsta fastapinnann í byrjun umferðarinnar. Heklið fastapinna í hverja lykkju/spor fyrri umferðar, en passið ykkur á að hekla síðasta fastapinnann í hverri umferð ekki í snúningslykkju fyrri umferðar.

Ísl - Fastapinni/fastahekl (fp)
US - Single crochet (sc)
UK - Double crochet
(dc)
DK - Fast maske (fm)


Myndirnar og hluta textans fékk ég lánað úr bókinni
200 Crochet blocks eftir Jan Eaton.
Þessi bók er bara snilld, kenndi mér ótrúlega mikið!

No comments:

Post a Comment