1. Byrjið á að gera upphafslykkjur og stingið nálinni inn í aðra loftlykkju frá nálinni. Sláið garninu yfir nálina (garnið yfir) og dragið það í gegnum fyrstu lykkjuna, þá eru tvær lykkjur á nálinni.
- Nálinni er alltaf stungið í lykkjuna að framan og kemur út að aftan (from front to back).
2. Til þess að fullgera sporið, garnið yfir og dragið í gegn um báðar lykkjurnar á nálinni, þá er ein lykkja eftir á nálinni. Endurtakið þetta, heklið fastapinna í hverja loftlykkju út umferðina.
3. Í lok umferðarinnar, snúið, heklið eina loftlykkju til þess að snúa (munið að þessi lykkja telst ekki með sem spor - sjá meira hér). Stingið nálinni í fyrsta fastapinnann í byrjun umferðarinnar. Heklið fastapinna í hverja lykkju/spor fyrri umferðar, en passið ykkur á að hekla síðasta fastapinnann í hverri umferð ekki í snúningslykkju fyrri umferðar.
Ísl - Fastapinni/fastahekl (fp)
US - Single crochet (sc)
UK - Double crochet (dc)
DK - Fast maske (fm)
US - Single crochet (sc)
UK - Double crochet (dc)
DK - Fast maske (fm)
Myndirnar og hluta textans fékk ég lánað úr bókinni
200 Crochet blocks eftir Jan Eaton.
Þessi bók er bara snilld, kenndi mér ótrúlega mikið!
200 Crochet blocks eftir Jan Eaton.
Þessi bók er bara snilld, kenndi mér ótrúlega mikið!
No comments:
Post a Comment