16 May 2013

Önnur byrjun. Annað blogg.


Þá er ég (Elín) fomlega hætt að blogga undir nafninu Handóð – sem ég hef gert síðustu 3 ár. Ástæðan fyrir því er að það er bara einfaldara. Við mamma (Guðrún) fórum af stað með hekl- og prjónanámskeið síðasta haust undir nafninu Handverkskúnst. Síðan þá hef ég verið að glíma við að finna út á hvorum staðnum ég á að deila hugmyndum og reynt að vera með sitthvort efnið á sitthvorum staðnum. Þvílíkur hausverkur.
Þannig að þegar hugmyndin vaknaði hjá mér að sameina Handóð og Handverkskúnst þá var það algerlega málið. Óþarfi að hafa þetta flóknara en það þarf að vera.
Allt efnið af gömlu síðunni verður á þessari síðu og ég mun halda áfram að blogga um hekl og setja inn efni um hekl. Prjónamaskínan hún mamma mun svo sjá um að blogga um prjón og setja inn efni um prjón.
Ég vona að allir lesendur Handóðrar fylgi mér hingað og hafi bara gaman af breytingunum.
Elín c”,)


16 April 2013

Næsti kollur takk

Veit ekki hvort ég minntist á það í fyrra koll blogginu mínu en ég keypti tvo kolla í Góða. Annar var ætlaður Móra og hinn Aþenu. Það tók mig aðeins lengri tíma að gera Aþenu koll. Gerði reyndar tvær útgáfur. Þessi fyrri sem ég sá svo flott fyrir mér í hausnum á mér var bara alls ekkert flott þegar komið var á kollinn. 


Ég var þó sátt með síðari útgáfuna og finnst mér hann bara soldið sætur. 
Uppskriftina fékk ég á bloggi hjá heklara sem kallar sig byPetra.Finnst kollurinn bara passa vel inn hjá prinsessunni.


Kollarnir tveir saman.
 

Ólíkir en báðir flottir - þótt ég segi sjálf frá.04 April 2013

Gamalt: Séð úr síma

Var á bókasafninu í dag. Átti að vera að læra en var svo engan vegin að nenna því. Og hvað haldiði? Auðvitað fann ég mér eitthvað hekltengt til að gramsa í í staðinn. 

Fann endurprentun að handavinnubók sem var gefin út árið 1886 og var líklegast sú fyrsta sinnar tegundar sem gefin var út á íslensku. Í bókinni er að finna 48 uppdrætti að hekli.


Þær taka fram í bókinni að uppskriftirnar séu fengnar að utan og séu þýddar. Og það var magnað að sjá hvað lítið hefur í breyst í heklinu. Það sama gamla rúllar hring eftir hring.


Í bókinni er að finna BESTU hekluppskrift sem ég hef nokkurn tíman séð. Uppskriftin að þessum ferningi hljómar svo: "Uppdráttur þessi er svo glöggur, að auðvelt er að hekla eptir honum".


Klassík!


31 March 2013

Kollur

Ég fór í Góða Hirðinn í vikunni og rakst á þessa litlu fínu kolla þar. Stykkið kostaði 200 krónur svo ég kippti þeim með til þess að hekla sessur á þá. Nema hvað. Ég ákvað að gera einn handa Móra mínum og annan handa Aþenu frænku.

Ég fór á Pinterest til að leita að innblæstri og þessi mynd sló svona svakalega í gegn hjá mér að ég ákvað að nota hana sem viðmið. Ég vissi það ekki fyrr en eftir að ég var búin með kollinn en Sue sem á þessa mynd er með uppskriftina á blogginu sínu. Hefði sparað mér hellings tíma.

Mynd tekin héðan af blogginu The 8th Gem

Ég gróf garn upp úr skúffunum hjá mér sem passa í litaþemað sem er/verður í herberginu hans Móra.
Ég var alls ekki viss hvort ég væri að fíla þetta hjá mér á meðan ég var að hekla. En ákvað samt að halda áfram og sjá til. Ef þetta væri alveg glatað þá myndi ég bara taka það af kollinum og gera annað.


Þegar ég var svo búin að festa þetta á kollinn þá var ég sátt. Mér finnst kollurinn algert æði þótt ég segi sjálf frá.


Ég er byrjuð á setunni á kollinn hennar Aþenu. Ætla ekki að hafa þá eins. Kemur í ljós hvort ég fíla hana jafn vel.

Og já gleðilega páska c",)


27 March 2013

Macramé: Séð úr síma

Einu sinni var macramé eða hnýtingar töff. Nú orðið rekst mar einstaka sinnum á það í Góða Hirðinum. Ætli það komi til með að verða vinsælt aftur?

22 March 2013

Nýtt garn: Séð úr síma

Fór í Föndru í dag og keypti mér garn. Þarf ekkert á því að halda en það er bara svo fallegt. Hlakka til að hekla úr því.

20 March 2013

Hekla saman ferninga #3


Fastapinnar að framan
Þessi aðferð er frábær til þess að tengja saman ferninga 
sem eru ekki allir í sama lit. Þessi aðferð hentar best 
ef allir ferningarnir hafa jafn margar lykkjur.


Leggið ferningana saman með réttuna út á við. 
Stingið nálinni í aftari hluta lykkjunar í hvorum ferning.
Gerið fastapinna.Í hornunum geri ég fastapinna utan um loftlykkjurnar en ekki ofan í þær.
Ef hornið er 3 loftlykkjur þá geri ég 2 fastapinna þegar ég fer í hornið í fyrsta sinn. Í annað sinn geri ég 1 fastapinna og geri 1 loftlykkju svo það myndist ekki tog þegar ég fer yfir fastapinnana sem eru þar fyrir.
(smellið á myndirnar til þess að stækka þær)Nokkrar myndir af ferningum
sem eru tengdir saman með þessari aðferð: 

Brúnirnar á tengingunni eru frekar upphleyptar fyrst um sinn. 
Með tímanum minnkar það því það teygist úr teppinu þegar það er notað.


Stundum getur verið erfitt að koma orðum að einföldum hlutum.
Ef þér finnst leiðbeiningarnar ekki nógu skiljanlegar 
eða þú rekst á villur endilega láttu mig vita svo ég geti gerti betur