Pages

02 December 2010

Langar langar langar!

Ég var að finna gellu á Ravelry sem er að selja uppskriftir sem eru hreint út sagt mindblowing! Allavegana fyrir mig. Ég er svo hugfangin af sjalinu sem hún er að selja að mig langar að byrja á því strax í dag! Eeen þar sem ég er með önnur verkefni í gangi og er að reyna að temja mér að klára það sem ég er byrjuð á áður en á byrja á enn öðru þá ætla ég að reyna að hemja mig fram yfir jólin.

Verð bara að deila þessu með fleirum! Hún kallar þetta krókódílamynstur. Svo svalt!
Bonita patterns á Ravelry

4 comments:

  1. OMG hvað þetta er bjútífúl sjal, langar, langar, laaaangar :)

    Jóka

    ReplyDelete
  2. Ég er einmitt búin að vera að dást að þessu sjali á ravelry. Hriiikalega flott!

    ReplyDelete
  3. Halló Halló
    Ég er ný í heklinu og fannst rosa gott að skoða síðuna þína, gerði til dæmis ömmuferning eftir uppskriftinni þinni ;)
    En ég man þú sagðist einu sinni hafa selt uppskrift frá þér í eitthvert blað sem ég man ekki hvað heitir! Mig langar að sjá það og vita kannski hvar það fæst?
    Mæliru með einhveru (ódýru) garni fram yfir annað í fullorðinsstærð af ömmuferningateppi?
    Kv =)

    ReplyDelete
  4. Blaðið sem ég var að hekla í er Prjónablaðið Björk.

    Ég persónulega er mjöööög hrifin af akríl garni...það eru ekki allir sem fíla það. En ef þú ætlar að gera svona stórt ömmu ferningateppi þá er hægt að kaupa risadokkur í Hagkaup (held að þær séu ódýrastar þar) og svo kaupi ég Big Value í Rúmfó.

    En annars fæ ég svo mikið garn sent frá Danmörku.

    ReplyDelete