Í ár langaði mig þó að senda út kort. En hann Mikael minn er orðinn svo stór og finnst eiginlega ekkert skemmtilegt að ég sé alltaf að taka myndir af honum og hvað þá að ég sé að senda þær um allan bæ. Allar myndirnar af honum á Facebook eru alveg nóg fyrir hans smekk. Hann er mun hlédrægari en móðir hans.
En samt langaði mig að hafa kortin persónulegri en svo að hafa bara kortið og undirskrift. Þá vaknaði sú hugmynd eftir samtal við vinkonu mína að föndra í kortin. Og þar sem ég var að hekla snjókorn handa sjálfri mér þá var það alger snilld að hekla snjókorn og senda út - hver veit kannski að þetta verði svo bara að árlegri hefð.
Ég fann svo æðislega konu á Ravelry sem býr til fáránlega flott snjókorn og allar uppskriftirnar hennar eru gefins á blogginu hennar. Ég valdi þetta því það er sæmilega auðvelt að hekla en er samt mjög flott.
Ég notaði DMC hekl garn og nál nr. 1,25
Þið finnið uppskriftina af því hér.
Ég notaði DMC hekl garn og nál nr. 1,25
Þið finnið uppskriftina af því hér.
Snjókornið er ekki upp á marga fiskana áður en það er stífað.
Búin að dýfa snjókorninu í sykurvatn og pinna það niður.
Því miður þá finnst mér þetta alveg herfilega leiðinlegt!
Fann blogg hjá konu þar sem hún er fullt af myndum sem björguðu mér alveg þegar kom að því að stífa snjókornin bein.
Getið fundið hana hér.
Ég keypti mér stóra korktöflu í Góða Hirðinum á 100 kall
og set smjörpappír undir snjókornið svo það festist ekki við korkinn eða pappírinn.
Snjókornið orðið stíft og fínt.
Búin að dýfa snjókorninu í sykurvatn og pinna það niður.
Því miður þá finnst mér þetta alveg herfilega leiðinlegt!
Fann blogg hjá konu þar sem hún er fullt af myndum sem björguðu mér alveg þegar kom að því að stífa snjókornin bein.
Getið fundið hana hér.
Ég keypti mér stóra korktöflu í Góða Hirðinum á 100 kall
og set smjörpappír undir snjókornið svo það festist ekki við korkinn eða pappírinn.
Snjókornið orðið stíft og fínt.
Því næst málaði ég snjókornin með glimmer-tau-málingu sem ég keypti í Föndurlist.
10 snjókorn orðin tilbúin.
Kæra Elín
ReplyDeletetakk fyrir eljusemina við hekl og að halda úti þessu bloggi. Mér fallast hendur af aðdáun yfir hæfileikum þínum og afköstum í heklinu. Hér á síðunni er reyndar alls kyns fróðleikur sem hefur nýst mér við að taka upp heklið aftur frá því ég lærði það fyrir 20 árum. Takk fyrir frábæra síðu og gleðilegt nýtt ár, í hekli og í lífinu :)
kær kveðja
Aðalheiður ungheklari
Takk æðislega fyrir þetta hrós. Gleður mig mjög að heyra svona.
ReplyDeleteStór plús að heklæðið mitt komi öðrum að gagni c",)