Pages

27 June 2010

Hægt og rólega hefst það...

Það eru erfiðir og krefjandi tímar í lífi heklarans með athyglisbrestinn aka mér. Ég er enn að vinna í teppinu umtalaða og er þetta alveg að koma hjá mér. Ég ákvað að sauma dúllurnar saman sem ég hef aldrei gert áður. Það er tímafrekara en mun fallegra finnst mér...í þessu verki. Teppið er samt rosalega fallegt og ég er mjög sátt með afraksturinn só far.

Ég er samt sem áður...eins og ég nefndi fyrr...með athyglisbrest. Ég á svoooo erfitt með að gera bara EINN hlut í einu. Og það er alveg að fara með mig að geta ekki bara hent teppinu frá mér og byrjað á því nýjasta sem rúllar í gegnum kollinn á mér. Athyglisbresturinn er einmitt ástæðan fyrir því að ég er með heilan kassa af ókláruðum verkum.

En ég stalst þó til að taka mér 2ja daga pásu frá teppinu og heklaði tvo trefla. Elínborg hjá
Garn.is lét mig hafa tvær dokkur af akríl garni sem þær eru að byrja að selja og bað mig um að prófa hvernig væri að hekla úr því. Ég sem er alltaf jafn skotin í akríl - ólíkt mörgum öðrum - greip dokkurnar með þökkum. Það var mjög þægilegt að hekla úr þessu. Garnið er mjúkt og gott. Ég notaði nál nr. 4,5 og ákvað að prófa tvö munstur sem ég hafði rekið augun í. Báðar dokkurnar voru sprengdar.

Ég er mjög skotin í hvítu dokkunni með fjólubláu og bleiku í. Það er ljúft fyrir augað og sætt finnst mér. Ég féll alveg fyrir mynstrinu sem ég notaði í þennan trefil. Það er einstaklega einfalt en það er bara e-ð við það sem ég kann svo vel við. Ætla pottþétt að nota það í annað verk. Blómin eru svo gerð úr afgangsgarni sem ég átti hérna heima. Finnst þau passa vel við án þess að vera of væmin og trefillinn væri ansi tómlegur án þeirra.

Þessi trefill er einstaklega auðveldur og ég ímynda mér að þetta gæti verið skemmtilegt verk fyrir byrjanda að æfa sig á. Garnið finnst mér fínt...en ég er ekki alveg að kaupa þennan bláa lit. Kannski finnst mér þetta bara of mikið munstur...gult, hvítt með flekkjum og blátt. Mér finnst það alls ekki ljótt...en æj ekki minn stíll bara.

Stór ástæða fyrir því afhverju ég er svo æst í að byrja á e-u nýju verki er nýja garnið mitt. Ég gerði enn einn skiptidílinn við Sofiu frænku í Köben...ég sendi henni Bjarnfreðarson á DVD og ég fékk 10 dokkur af töff garni til baka.

Það verður að læða því með þessari mynd að þetta er ansi algeng sjón á mínu heimili. Ég dreifi garni um allt og herra Mikael dreifir Lego um allt.

4 dokkur eru einlitar og eru allar af sama litnum...það er fyrsta dokkan lengst til vinstri. Hinar 6 dokkurnar eru allar sprengdar og eru þær hver annarri flottari.




Mér finnst þær allar æðislegar. En ég verð að játa að ég er mest skotin í þessari græn-brún sprendu.

1 comment:

  1. Mér finnst síðasta garnið GEGGJAÐ, ég elska vona skæra liti !!!!

    ReplyDelete