Pages

27 June 2010

Beggubörn & Hekl

Við Freyr skelltum okkur í heimsókn til Beggu systur hans í dag. Hún var að eignast nýjan erfingja síðast liðinn þriðjudag. Ég var auðvitað búin að gera teppi handa prinsinum svo við mættum þangað færandi hendi.

Fyrsta myndin er af fröken Daníelu Dögg sem verður 8 ára í ágúst. Henni finnst heklið mitt mjög spennandi og vill ólm að ég kenni henni. Hún fékk að taka með sér smá renning heim úr seinustu heimsókn frá okkur og æfði sig að gera fastapinna. Hún var ekki alveg nógu sátt með útkomuna hjá sér og bað mig um að rekja þetta bara upp hjá sér. Ég er ekki alveg nógu klár á því hvernig á að kenna börnum að hekla. En ég fann áhugaverða grein á netinu sem ég ætla að lesa. Og vonandi er Daníela til í að gefa mér annað tækifæri á að kenna sér.

Guðmundi Óskari bróður hennar fannst þetta mjög spennandi líka. Ætli hann verði næsta fórnarlambið mitt...eða ætli áhugi hans á garni rjátlist af honum með aldrinum?

Og hér er svo stolta stóra systirin með nýja bróður Guðjóni Orra. Ég fékk að vefja hann í teppið og smella af honum nokkrum myndum.


Ég var ekki viss hvort teppið væri nægilega stórt...en hann rúmast vel í því enn sem komið er.

Algert krútt hann litli sem svaf svo vært nær allan tímann sem við vorum í heimsókn.

Þá er bara eina systkinið sem á eftir að fá teppi hún Daníela. Hver veit nema ég skelli mér í það við tækifæri. Ég fæ alltof sjaldan að gera stelputeppi - eiginlega bara aldrei - sem er eiginlega sorglegt því ég ELSKA bleikt.

3 comments:

  1. Þetta teppi er ótrúlega fallegt :) Mér finnst litirnir í því líka æðislegir !!!!

    ReplyDelete
  2. Wow hvað þetta teppi er flott hjá þér

    ReplyDelete
  3. Sæl

    Var að finna síðuna þína, mjög flott og gagnleg!!
    Teppið er ótrúlega fallegt og mig klæjar í fingurna að gera eitt. Geturðu sagt mér hvaða garntegund þú notaðir?

    kv. Álfheiður

    ReplyDelete