31 March 2013

Kollur

Ég fór í Góða Hirðinn í vikunni og rakst á þessa litlu fínu kolla þar. Stykkið kostaði 200 krónur svo ég kippti þeim með til þess að hekla sessur á þá. Nema hvað. Ég ákvað að gera einn handa Móra mínum og annan handa Aþenu frænku.

Ég fór á Pinterest til að leita að innblæstri og þessi mynd sló svona svakalega í gegn hjá mér að ég ákvað að nota hana sem viðmið. Ég vissi það ekki fyrr en eftir að ég var búin með kollinn en Sue sem á þessa mynd er með uppskriftina á blogginu sínu. Hefði sparað mér hellings tíma.

Mynd tekin héðan af blogginu The 8th Gem

Ég gróf garn upp úr skúffunum hjá mér sem passa í litaþemað sem er/verður í herberginu hans Móra.




Ég var alls ekki viss hvort ég væri að fíla þetta hjá mér á meðan ég var að hekla. En ákvað samt að halda áfram og sjá til. Ef þetta væri alveg glatað þá myndi ég bara taka það af kollinum og gera annað.


Þegar ég var svo búin að festa þetta á kollinn þá var ég sátt. Mér finnst kollurinn algert æði þótt ég segi sjálf frá.


Ég er byrjuð á setunni á kollinn hennar Aþenu. Ætla ekki að hafa þá eins. Kemur í ljós hvort ég fíla hana jafn vel.

Og já gleðilega páska c",)


27 March 2013

Macramé: Séð úr síma

Einu sinni var macramé eða hnýtingar töff. Nú orðið rekst mar einstaka sinnum á það í Góða Hirðinum. Ætli það komi til með að verða vinsælt aftur?

22 March 2013

Nýtt garn: Séð úr síma

Fór í Föndru í dag og keypti mér garn. Þarf ekkert á því að halda en það er bara svo fallegt. Hlakka til að hekla úr því.

20 March 2013

Hekla saman ferninga #3


Fastapinnar að framan
Þessi aðferð er frábær til þess að tengja saman ferninga 
sem eru ekki allir í sama lit. Þessi aðferð hentar best 
ef allir ferningarnir hafa jafn margar lykkjur.


Leggið ferningana saman með réttuna út á við. 
Stingið nálinni í aftari hluta lykkjunar í hvorum ferning.
Gerið fastapinna.



Í hornunum geri ég fastapinna utan um loftlykkjurnar en ekki ofan í þær.
Ef hornið er 3 loftlykkjur þá geri ég 2 fastapinna þegar ég fer í hornið í fyrsta sinn. Í annað sinn geri ég 1 fastapinna og geri 1 loftlykkju svo það myndist ekki tog þegar ég fer yfir fastapinnana sem eru þar fyrir.
(smellið á myndirnar til þess að stækka þær)



Nokkrar myndir af ferningum
sem eru tengdir saman með þessari aðferð: 





Brúnirnar á tengingunni eru frekar upphleyptar fyrst um sinn. 
Með tímanum minnkar það því það teygist úr teppinu þegar það er notað.


Stundum getur verið erfitt að koma orðum að einföldum hlutum.
Ef þér finnst leiðbeiningarnar ekki nógu skiljanlegar 
eða þú rekst á villur endilega láttu mig vita svo ég geti gerti betur


Hekla saman ferninga #2


Keðjulykkjur að framan

Þetta er hin fínasta aðferð, einföld og þægileg. 
Ég hef ekki notað hana lengi en nota hana stundum
þegar ég er að hekla saman ferninga sem hafa allir sama litinn
í síðustu umferð líkt og Sarafiu ferningarnir hafa.


Leggið ferningana saman með réttuna út á við. 
Stingið nálinni í aftari hluta lykkjunar í hvorum ferning.
Gerið keðjulykkju.

Í hornunum eru líka gerðar keðjulykkjur í loftlykkjurnar.
Þegar þú ferð yfir hornið í annað sinn 
er gott að gera eina loftlykkju svo það myndist ekki tog 
þegar farið er yfir keðjulykkjurnar sem eru þar fyrir.
(smellið á myndirnar til þess að stækka þær)



Hér sérðu hvernig þetta kemur út með öðrum lit
en aðallitnum. 


Hér sérðu hvernig þetta lítur út þegar aðalliturinn
er notaður til þess að tengja saman ferningana. 


Brúnirnar á tengingunni eru frekar upphleyptar fyrst um sinn.
Með tímanum minnkar það því það teygist úr teppinu þegar það er notað.


Stundum getur verið erfitt að koma orðum að einföldum hlutum.
Ef þér finnst leiðbeiningarnar ekki nógu skiljanlegar 
eða þú rekst á villur endilega láttu mig vita svo ég geti gerti betur


Hekla saman ferninga #1


Keðjulykkjur að aftan

Þetta er ein uppáhalds aðferðin mín
og ég nota hana mest af öllum til að tengja saman ferninga.
Hún hentar best þegar allir ferningar hafa jafnmargar lykkjur allan hringinn.


Leggið ferningana saman með rönguna út á við.
Stingið nálinni í aftari hluta lykkjunar í hvorum ferning.
Gerið keðjulykkju.

Í hornunum eru líka gerðar keðjulykkjur í loftlykkjurnar.
Þegar þú ferð yfir hornið í annað sinn
er gott að gera eina loftlykkju svo það myndist ekki tog
þegar farið er yfir keðjulykkjurnar sem eru þar fyrir.
(smellið á myndirnar til að stækka þær)



Hér sést blái liturinn aðeins í gegn.
En þegar notaður er sami litur og er í ferningnum sést ekkert.


Hér sést hvernig fremri hlutar lykkjanna leggjast saman á réttunni
og gera tenginguna svo fallega.



Stundum getur verið erfitt að koma orðum að einföldum hlutum.
Ef þér finnst leiðbeiningarnar ekki nógu skiljanlegar
eða þú rekst á villur endilega láttu mig vita svo ég geti gerti betur
handodi.heklarinn@gmail.com

19 March 2013

Minecraft: Séð úr síma

Ég gaf Mikael eldri syni mínum heklaða gjöf um jólin. Ég heklaði 100 stk af ferhyrningum úr fastapinnum og saumaði þá saman. Garnið er Kambgarn og ég notaði nál nr 3, 5.


Ég ætlaði að hekla bakhlið á hann líka en þar sem ég lærði að sauma í skólanum fyrir jól ákvað ég að sauma bakhliðina. Ég átti til efni sem ég keypti 2002 og ætlaði að sauma buxur en kom því aldrei í verk.

Þið sem eigið börn eða barnabörn á skóla aldri þekkið kannski þennan karakter.  Creeperinn úr Minecraft.

Svarta púðann saumaði Mikael svo í skólanum og fékk 10 í einkunn fyrir vikið. Þetta er haki, vinsælasta áhaldið,  úr Minecraft líka.




17 March 2013

Tvöfalt hekl

Í mars 2010 fór ég til Bandaríkjana og keypti mér rosa flotta bók sem heitir Interlocking Crochet. Ég hef flett reglulega í gegnum hana en aldrei byrjað á neinu verkefni. Núna um daginn ákvað ég að prufa loksins og hófst handa við að læra. 

Óþolinmóða ég las samviskusamlega allar leiðbeiningarnar en varð frekar pirruð því mér fannst þær bara ekki nógu hjálplegar. Sem betur fer hefur höfundur bókarinnar gert YouTube myndbönd þar sem hún sýnir hvernig á að gera þetta. 

Draumurinn er að gera heilt teppi með tvöföldu hekli en fyrst um sinn gerði ég pottaleppa og prufur því mig langaði að prufa fleiri en eitt munstur.

Lóðréttar rendur á einni hlið láréttar rendur á hinni.

Zikk Zakk mynstur sem hallar í sitt hvora áttina.
Prufaði að skipta um lit í þessu mynstri. Kemur skemmtilega út.

Kassar og krossar.

Þetta finnst mér alveg virkilega flott.

Og svo uppáhalds. Mér finnst þetta mynstur bara alltof flott. Alltof!

Þessi bók fæst á Íslandi ef e-m langar að kaupa. Ég hef séð hana á fleiri en einum stað. Minnir í Ömmu Mús og A4.


Ferningafjör (mars) 2013

Loksins er ég búin að hekla og móta alla mars ferningana. Ef satt skal segja þá tekur það mig lengri tíma að mynda ferningana og koma mér í að blogga um þá heldur en að hekla þá.



Marsferningarnir:
Garn: Dale Baby Ull
Nál: 3,5 mm

Drop in the Bucket
Uppáhaldsferningurinn minn þennan mánuðinn. Finnst hann mjög svo flottur og alls ekki erfitt að hekla hann.

Wolly Snowflake Square
Lítill ferningur sem ég stækkaði. Þessi ferningur nýtur sín að mínu mati miklu betur ef mar leyfir honum að vera snjókorn eins og uppskriftin segir í raun um. En hann kemur ágætlega út svona.

African Flower Square
Samkvæmt uppskrift er þessi lítill en ég stækkaði hann.

KISS-FIST
Tók smá tilraunastarfsemi á þetta. Samkvæmt uppskriftinni eiga fyrstu 2 eða 3 umferðir að vera krossar og restin beint niður. En ég ákvað að gera tvo ferninga. Einn bara með krossum og annan bara með beint niður. 

Fannst mjög spennandi að læra þessa krossa þó svo ég sé ekkert að missa mig yfir loka útkomunni á ferningnum.



Og þá er ég komin í ferningapásu þar til í apríl.


12 March 2013

Tvöfalt hekl: Séd úr síma

Er komin med nyjan flottan sima eins og allir kul krakkarnir. Ma til med ad prufa ad blogga ur simanum.

Myndin er af tvofalda heklinu sem eg er ad mota til. Stundum erfitt ad  vera fullkomnunarsinni.

10 March 2013

Ferningafjör (febrúar) 2013

Ég held áfram að framleiða ferninga. Skemmti mér líka svona konunglega við það. Ég er að læra heilmikið nýtt og það er alltaf gaman að bæta við sig þekkinguna.

Þetta eru ferningarnir sem ég gerði í febrúar.



Febrúarferningarnir:
Garn: Dale Baby Ull
Nál: 3,5 mm

More V's Please
Gerði þennan í janúar verkefninu mínu líka. Það var því ekki erfitt að gera hann.

The Crocodile Flower
Ó hann er svo fallegur. Æj það var svo skelfilega erfitt að gera hann.
Aðallega samt því hann var svo svakalega stór. Ég þurfti að hafa því líkt mikið fyrir því að minnka hann en ná samt að gera öll krónblöðin. Allt blómið er meir að segja heklað með nál nr. 3.

Höfundurinn segir í uppskriftinni að hún hekli fast og þess vegna sé hann svona mikið stærri hjá öðrum. Ég hekla nú mjög fast svo ég get ekki ímyndað mér hversu fast hún heklar.



Blomsterkvadrat
Ég fór ekki eftir uppskriftinni að þessum ferning heldur fór eftir uppskrift sem er hér á blogginu mínu en stækkaði hann aðeins meira. Hlekkurinn er að uppskriftinni að ferningnum sem kosið var að fara efti í febrúar...og þeir eru eiginlega eins.
 

African Flower Motif
Bleee. Er ekkert mikið gefin fyrir þennan ferning. Leiddist alveg svakalega að gera hann. En finnst hann samt ekkert ljótur. Mér finnst hann bara ekkert spes.



Svona líta ferningarnir 7 sem ég er búin með út allir saman.
Planið er að hafa krók í miðjunni. Hann eiginlega verður að vera það því hann er svo áberandi.


Litla hjálparhellan mín sem verður að vera með í öllu.
Lífið væri svo sannarlega fátækara án hjálparhellna...og hekls c",)