20 January 2013

20/30



Garn: Kambgarn
Litir: Hvítur (0051), Vatnsblár (1216), Blágrænn (1218), Gallablár (0942)
Nál: 3,5 mm

Átti pínupons rest af blágræna litnum sem ég var að nota í byrjun og ákvað að gera einn ferning með þrem bláum litum.

Ég er alveg búin að sjá það að þeir heklarar sem eru að hekla ferning á dag í heilt ár eru bæði mun skipulagðari en ég og ég efast um að þær eiga börn. 

Hann Móri minn er veikur einu sinni enn. Hann virðist svo sannarlega ætla að vera eyrnabólgubarn fyrir allan peninginn. Hann er voða lítill og vill bara láta halda á sér. Þær aðstæður bjóða ekki upp á mikið hekl og sérstaklega ekki þegar ég þarf að sitja við tölvuna og hekla eftir uppskrift. Ég er því búin að vera að "stelast" til að hekla aukaverkefni sem ég þarf ekki uppskrift að.


Mórinn og Mamman saman að hekla og horfa á Söngvaborg.


3 comments:

  1. vona að Móra þínum sé farið að líða betur? En segðu mér, hvaða ferningur er uppáhaldið þitt hingað-til og afhverju?

    ReplyDelete
    Replies
    1. Fishermans Ring Square er algert uppáhald og ber af öllum öðrum. Ætli það sé ekki vegna þess að ég var að læra e-ð alveg nýtt með því að gera þessa snúnu kapla. Finnst hann bara to die for :)
      http://handod.blogspot.com/2013/01/1130.html

      Delete
    2. það skil ég mjög vel - hann er alveg sérstaklega fallegur og áhugaverður þessi Fishermans Ring S. Þarf að prófa hann þegar ég hef meiri tíma.

      Delete