Garn: Kambgarn
Litir: Tómatrauður (0917), Blágrænn (1218), Hvítur (0051)
Nál: 3,5 mm
Alls ekki flókinn ferningur í framkvæmd. Á skalanum 1 til 5 myndi ég segja að erfiðleikastigið væri 1.
Leiddist þó hvað ferningurinn fór allur að krumpast í seinustu umferðunum. Ég fækkaði stuðlum en samt krumpaðist hann frekar mikið. Ég fíla ekki ferninga sem ég verð að títuprjóna og móta til þess að geta notað þá.
En annars er þetta fínasti ferningur. Tilvalinn til að hafa einlitann og gera nokkra í mismunandi litum og setja saman í teppi.
þessi finnst mér virkilega fallegur - og 30-daga-verkefnið þitt mjög spenanndi. Gangi þér rosa vel með þetta og góða skemmtun :-)
ReplyDeleteDanke danke :)
DeleteÉg er meððér í þessu :) haha var reyndar bara að byrja í dag en þetta er ótrúlega spennandi og það er gaman að prófa svona nýtt. Ég er búin að vera að hekla í mörg ár en hef aldrei farið eftir uppskrift fyrr. (já og hef aldrei blokkað/títað dúllur)
ReplyDeleteGaman að þessu :)
Spennó! Velkomin í hópinn. Það væri gaman að sjá myndir ef þú skellir þeim á netið.
DeleteÞað er sjúklega fallegt heklað teppi til sölu í borð fyrir 2 á laugaveginum - ferningurinn er hrikalega flottur. Bara smá ábending ef þig vantar hugmynd að dúllu :)
ReplyDelete