Þrátt fyrir að vera á seinasta séns með allt fyrir jól þá byrjaði ég að hugsa um jólin fyrir löngu síðan. Um leið og IKEA byrjaði að selja jólakúlur þaut ég þangað og keypti mér 1 kassa og byrjaði að hekla utan um þær. Fyrst um sinn heklaði ég 4 týpur, frekar einfaldar úr klassískum heklmynstrum.
Ég er svakalega litaglöð þegar kemur að garni
og ákvað því að hafa kúlurnar ekki í jólalitunum heldur alls konar.
Mér finnst þær hreint út sagt æðislegar þótt ég segi sjálf frá.
og ákvað því að hafa kúlurnar ekki í jólalitunum heldur alls konar.
Mér finnst þær hreint út sagt æðislegar þótt ég segi sjálf frá.
Nú í desember heklaði ég mér 3 týpur til viðbótar.
Í þetta sinn voru þær aðeins flóknari.
Allar gerðar í tveim hlutum
og svo heklaðar saman utan um kúluna.
Hugmyndirnar að þessum kúlum komu frá gömlum dúkum.
Í þetta sinn voru þær aðeins flóknari.
Allar gerðar í tveim hlutum
og svo heklaðar saman utan um kúluna.
Hugmyndirnar að þessum kúlum komu frá gömlum dúkum.
Litagleðin mín skilaði sér ekki sem skildi.
Kúlurnar féllu nefninlega frekar mikið saman við tréð.
Rauða og appelsínugula eru þær einu sem standa út úr.
Næstu jól ætla ég að hekla rauðar eða hvítar kúlur
svo fegurðin skili sér nú örugglega.
Kúlurnar féllu nefninlega frekar mikið saman við tréð.
Rauða og appelsínugula eru þær einu sem standa út úr.
Næstu jól ætla ég að hekla rauðar eða hvítar kúlur
svo fegurðin skili sér nú örugglega.
Kæró er frekar mikill grinch
og því varð ég mjög glöð þegar hann kom heim með
jólakúlur sem hann hafði keypt.
Kúlurnar eru með tatto-design-myndum
handmálaðar af Sigrúnu á Bleksmiðjunni.
Ég elska sérstakt jólaskraut og finnst þær æðislegar.
og því varð ég mjög glöð þegar hann kom heim með
jólakúlur sem hann hafði keypt.
Kúlurnar eru með tatto-design-myndum
handmálaðar af Sigrúnu á Bleksmiðjunni.
Ég elska sérstakt jólaskraut og finnst þær æðislegar.
Hekl og hauskúpur.
Það verður ekki jólalegra eða hvað?!
Það verður ekki jólalegra eða hvað?!
meirháttar fallegar - sérstaklega þessar 3 síðustu!
ReplyDeleteTakk takk. Ég er mjög ánægð með þær. Meir að segja þótt þær sjáist illa á trénu :)
DeleteAlgjört æði!
ReplyDeleteEkki ertu að selja eða deila uppskrift?
Kveðja Rebekka
Ég er ekki búin að skrifa niður neinar uppskriftir ennþá. En skelli kannski í þap fyrir næstu jól :)
Delete