16 October 2012

Vefnaður

Þá er komið að vefnaðarhluta ferilmöppunar minnar. Ég hafði ekkert smá gaman af vefnaði. Oft þá var ég samt ekki viss um notagildi þess sem ég var að gera. En ég skemmti mér konunglega á meðan ég var að þessu c",)

Fyrsti vefurinn minn. Mjög svo einfaldur.


Næsti vefur. Fríhendis.


Uppáhaldsvefurinn minn. Mynsturvefurinn.

Fann alveg fullt af mismunandi vefnaðarmynstrum, flest voru ætluð fyrir körfugerð. Eitt sem ég fann var svokallaður Soumak hnútur. Sá vefur kemur út eins og prjón á réttunni. Mjög svo töff. Safnaði saman þeim myndum sem ég fann á Pinterest vefnaðar spjaldinu mínu.


Loðni vefurinn minn.
Gerður með fullt af garni allt með mismunandi áferð.
Kemur virkilega vel út að hafa loðið garn í vef.


Afmælisvefurinn.

Eitt verkefnið var að gera vef sem var úr e-u sem var ekki garn. Helst e-u endurunni. Þetta er afmælisvefurinn minn. Ég fékk auðvitað fullt af gjöfum og geymdi utan af sumum þeirra. Í afmælisvefnum er Sellófan, Plastpoki, e-ð mjúkt efni utan af blómvendi og pakkabönd. Reyndi að nota afmælispappír en hann rifnaði bara.


Sjöan

Við tökum alltaf mánaðarmyndir af Móra. Ég hef verið að setja tölustaf í ramma og gera hann á mismunandi máta. Hef saumað út, perlað, prjónað, teiknað. Og fyrst ég var öll í vefinu þá var tilvalið að vefa handa honum sjöu.


Móri 7 mánaða.


Ofið utan um geisladisk.


Fann svo geggjaðar leiðbeiningar á blogginu Make it...a Wonderful Life þar sem sýnt var hvernig ætti að vefa utan um geisladisk. Ég hugsa að flestir eigi auka disk heima hjá sér og þetta er mjög auðvelt. Ég held að krökkum gæti fundist þetta mjög skemmtilegt. Svo mætti hengja diskinn upp í glugga og þegar sólin skín á hann þá kemur mynstur á vegginn. Hve töff er það?!


Ofið röraband.


Hægt er að gera flott vinaband eða jafnvel bókamerki með því að vefa utan um sogrör. Þú þræðir bönd í gegnum rörin, vefar í kringum þau, kippir svo rörunum í burtu og voila þú ert með fínasta vef. Slóðin á bloggið sem ég fann þetta á virkar því miður ekki lengur svo ég get ekki linkað því.


Ofið utan um kókflöskur.



Mér finnast þessar flöskur svo töff. Ég valdi litina á stærri flöskuna en honum Mikael fannst þetta alveg hreint glatað litaval hjá mér svo hann valdi nýja liti fyrir mig og ég gerði aðra flösku. Mér finnst þær báðar mjög töff.

Fann blogg hjá konu - that artist woman - sem ég held að sé grunnskólakennari í USA. Hún allavegana póstar hellings af föndurhugmyndum sem hægt er að gera með krökkum. Hugmyndin kemur frá henni. Hún notaði þó jógúrtdollur sem hún var búin að setja pappír yfir (paper mache) og ég nennti því ekki. Það er hægt að nota ýmislegt á heimilinu sem annars færi kannski bara í ruslið til þess að gera svona. Til dæmis plast dollur, mjólkurfernum eða gosflöskur.


Ofnir myndarammar.





Fann hugmyndina að þessum geggjuðu sólum á blogginu Michele made me. Ég klippti út morgunkornskassa og pizzakassa (ofnpizzu). Skar svo raufir í hringinn svo hægt væri að vefa í pappann. Með því að hafa sléttatölu eða oddatölu af raufum í pappanum þá kom mismunandi mynstur. Mér datt í hug að þetta gætu verið myndarammi þar sem það var auður hringur í miðjunni. Ég var ekki með neinar myndir á lausu svo ég klippti út myndir úr Fréttablaðinu.
Mér fannst þetta svo geggjað flott hjá mér að ég ákvað að þetta yrði kennsluverkefnið mitt í vefnaðinum.

Í leit minni að hugmyndum að vefnaði með krökkum fann ég alveg heilan helling. Hef safnað því saman á Pinterest 'Vefað með börnum' töfluna mína. Ef ykkur langar að vefa þá mæli ég með því að þið kíkið við.

4 comments:

  1. Það er svo gaman að hafa þig í þessu námi og geta fylgst með því sem þú ert að gera !
    Ótrúlega flott hjá þér.

    ReplyDelete
  2. I haven't woven since about grade school; these are awesome! I especially like the CD weaving. I am going to have to try this!

    Thank you for sending the link to your blog. I'm having fun poking around. I love the photos of the baby playing with the yarn!

    ReplyDelete
  3. Langar rosalega að forvitnast um hvaða námi þú ert í, þar sem ég hef mjög gaman að handavinnu? Ég bý erlendis núna en er að pæla að flytja til íslands aftur á næsta ári og langar aftur í nám.
    Kv
    Eva

    ReplyDelete