Pages

21 August 2012

Menningarlega ég

Ég hef ekki verið jafn upptekin yfir helgi síðan ég bara veit ekki hvenær. Var alveg ótrúlega menningarleg aldrei þessu vant.

Strætógraff:
Ég var búin að gera 8 stykki - eða 4 sessur og 4 bök - til að graffa í strætó. Plús þá var ég með tvær fánalengjur. Mætti á svæðið um klukkan 4 á föstudaginn. Ætlaði að vippa þessu af og koma mér svo heim því ég var búin að vera e-ð óhress um daginn. En um leið og ég var komin á staðinn og byrjuð að sauma í sætin hresstist ég öll við. Það var samt fokk erfitt að sauma heklið fast við sætin. Ég var svo heppin að klókar konur í hópnum höfðu komið með bognar nálar sem allir gátu fengið. Annars hefði þetta tekið mig alla nóttina. Þegar klukkan var orðin 8 var ég búin að sauma 4 stykki föst og byrjuð á því 5ta en gat ekki gert meir þar sem ég var orðin stútfull af mjólk og heima beið ungur maður sem vildi fá hana.
Verkið tók í heild sína rúma 7 tíma og er strætóinn svo flottur að ég á ekki nógu stór orð til að lýsa því.
Myndir segja meira en 1000 orð og er hægt að nálgast fleiri og betri á bloggi graffhópsins Reykjavík Underground Yarnstormers.






Markaður Káratorgi:
Á menningarnótt (dag) fórum við systur Guðrúnardætur og vorum með vörurnar okkar til sölu á markaði. Það var svo svakalega heitt og næstum enginn vindur á torginu. Ég hélt það myndi líða yfir mig af hita. Salan gekk ágætlega. Hitti fullt af fólki. En ég veit ekki hvort ég nenni að vera á svona markaði aftur. Hefði eiginlega frekar langað til að vera á rölti um bæinn með strákunum mínum. Geri það næst c",)


Borðið okkar.
Stórglæsilegt þótt ég segi sjálf frá.


Slaufu-spennur í hárið.


Nælur.


Eyrnalokkar.


Veggskraut.
  

Bókamerki.


Hálsmen.


Nafnspjöld okkar systra.


Krukkurnar mínar komnar með litríka merkimiða.


Mér finnst þessi litagleði æðisleg.


Markaðslíf.


Móri kom að heimsækja mömmu sína á markaðinn.
  

Mikael heimsótti mömmu sína líka
en fannst markaðslífið ekkert sérlega spennandi.

4 comments:

  1. VÁ VÁ VÁ ! Endalaust flott, bæði strætóinn og fallega fallega borðið ykkar systra :)
    Ég sat föst í umferðinni í steikjandi hita með litla skæruliðann aftur í, endaði með að ég gafst upp og fór úr kaosinu og beygði inn Lönguhlíðina. Fæ vonandi tækifæri seinna að nálgast krukku hjá þér :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Enda var þetta veður alger steik.
      Það er aldrei að vita nema við verðum aftur á ferðinni einn daginn c",)

      Delete
  2. Jáhá, vá þetta er rosaflott. Söluborðið mjög spennó og pottþétt mjög gaman að vera með í strætógraffinu.Áræðanlega skemmtileg tilhugsun að vita að verkum sínum á ferð um allan bæ.

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk. Já það var voða gaman að taka þátt í þessu verkefni c",)

      Delete