10 July 2012

Hekluð peysa

Ég fann uppskrift til sölu á Etsy af heklaðri peysu sem stælar íslensku lopapeysuna. Þar sem ég legg ekki í að prjóna svoleiðis stykki ákvað ég að kaupa mér þessa uppskrift og hekla peysu.


Peysuheklið fór ekki alveg eins og ég ætlaði. Ég gerði nefninlega smá fljótfærnismistök. Þegar ég las uppskriftina yfir þá stóð að ég ætti að nota heklunál H / 8. Ég var svo spennt fyrir peysunni að ég athugaði þetta ekki betur heldur tók því sem svo að ég ætti að nota heklunál nr 8. Fannst það reyndar soldið spes að nota svona stóra nál...en það stóð í uppskriftinni. Ég ákvað því að nota Kambgarn í peysuna og hafa það tvöfalt.

Ég fattaði mistökin mín þegar ég tók upp heklunál nr 8 og sá að á henni stóð J en ekki H. Ég athugaði málið betur og komst að því að H/8 er heklunál nr 5. Það þýddi að tvöfalt Kambgarn var alveg í þykkari kanntinum. En ef ég notaði það einfalt varð þetta svo lítið. Ég ákvað því að halda tvöfalda garninu og notaði nál nr 6.

Útkoman er voða fín peysa. Hún lítur vel út...en hún er frekar þung. Ég gerði hana í 12-18 mánaða stærð en reikna með að hann Móri minn geti notað hana í vetur.


Fékk Aþenu Rós systurdóttir mína til að sýna peysuna því hún er orðin svo dugleg að sitja.
En eins og þið sjáið er peysan aðeins of stór.







Ég ætlaði að gera aðra peysu handa Aþenu en þarf að finna annað garn í það. Ætla að kíkja á Navia garnið og sjá hvort það sé hentugra.

Annars er þetta eins og ég segi fínasta peysa og frekar létt að hekla hana. Tók mig ekki nema 3 kvöld.


Og hvar er svo peysan mín?!

4 comments:

  1. Ótrúlega flott :)
    Er búin að kaupa uppskriftina og ætla að prófa en er ennþá að bíða eftir að fá hana senda til mín í tölvupósti.

    Þurftiru að bíða lengi eftir að fá uppskriftina senda til þín?

    ReplyDelete
  2. Nei það tók tæpan sólarhring að fá uppskriftina.

    ReplyDelete
  3. Já, hún er komin til mín núna :)

    ReplyDelete