Er byrjuð að hekla nýtt teppi. Sófateppi í fullorðinsstærð. Ég elska að hekla almennt. En að hekla teppi er án efa mitt uppáhalds. Svo ég er mjög spennt.
Fann ekki alla litina sem ég vildi í sömu garn tegund svo ég fór um "allan bæ" að finna litina sem mig langaði í.
Bleikt og blátt Kartopu úr A4
Rautt Aran úr Hagkaup
Gult Carolina úr Hagkaup
Baby grænt King Cole úr Rúmfó
Bumbo glimmergarn hvítt/beis og rautt frá Ömmu
Rautt glimmer Capri garn líka frá Ömmu
Þegar ég valdi mér liti til að hafa sá ég þetta bara fyrir mér í hausnum en var alls ekki viss um hvort þetta myndi passa. Ekki fyrr en ég var búin að fara eina umferð með öllum litunum. Mér finnst þetta smellpassa og er ekkert smá ánægð með teppið só far.
Er með rúmlega 1 og 1/2 kg af garni, vonandi dugar það til verksins. Set inn fleiri myndir þegar þetta er búið.
Vá!! Rosalega flott teppi!!
ReplyDeleteÞetta lítur mjög vel út!
ReplyDeleteOMG hvað þetta er fallegt teppi! Læk it alot!
ReplyDeletekv Jóhanna Björg
Þetta teppi er ÆÐISLEGT
ReplyDeleteFlott áferð á því, hvernig fæst hún? Kemur einhvern tímann uppskrift? ;)
Uppskriftin er hér að finna á ensku.
ReplyDeletehttp://www.craftyarncouncil.com/nov_crochproj.html
Það er í vinnslu að þýða hana.
Frábært! Ég held ég bíði eftir þinni þýðingu, uppskriftirnar þínar eru svo skýrar og góðar. Mér finnst líka stundum ekki alveg ljóst hvort um sé að ræða enska eða ameríska uppskrift og mismunurinn milli UK og US er bara ruglandi.
ReplyDelete