01 November 2011

Pælingar um Prjón

Þar sem ég er nú komin í skóla og stefni á að verða handavinnukennari þá hef ég verið að pæla í prjóni.

Í minningunni lærði ég að prjóna hjá Jenný ömmusystir minni - sem er Færeysk - þegar ég var 8 eða 9 ára. Ég hef alltaf talið að þess vegna prjóni ég eins og ég prjóni...því ég prjóna víst öðrvísi en aðrir. En þegar ég ræddi þetta við mömmu þá sagði hún að hún prjóni eins og Færeyingar og að ég prjóni eins og hún veit ekki hvað. Þannig að já ég veit ekki alveg hvaðan ég fæ þetta.

En þrátt fyrir að konur taki stundum andköf þegar ég byrja að prjóna. Og finnist þetta svaka merkilegt að ég geti prjónað svona vitlaust. Þá hefur þetta samt alltaf gengið upp hjá mér og í grunnskóla var ég fljótust að prjóna.

Sem mér persónulega finnst sanna að það er ekki til nein ein rétt aðferð.

Mér hefur alltaf fundist það leiðinlegt þegar mér er sagt að ég sé að gera þetta vitlaust. Þannig að fyrir e-u síðan þá fór ég aðeins að skoða málið og þökk sé Wikipedia þá komst ég í smá botn á þessu máli.

Það eru sem sé til tvær - allavegana - aðferðir til að prjóna.

Continental knitting - sem Íslendingar prjóna...


...og English knitting - sem Bretar, Ameríkanar og greinilega Færeyingar prjóna.


Eins og ég sagði áðan þá prjóna ég samt ekki alveg eins og Færeyingar þannig að ég veit ekki alveg hvað prjónið mitt kallast.

Anywho. Pælingin sem ég hef verið að velta fyrir mér er: Þarf ég að læra að prjóna eins og "allir" hinir?

Mér finnst líklegast að ég læri hina aðferðina þó ég noti mína aðferð áfram. Það getur alls ekki sakað fyrir kennara að kunna sem mest.

Önnur pæling: Hvort prjónið þið English eða Continental?