29 April 2011

Check mate Kate you've taken the King

Í tilefni dagsins þá verður að koma smá brúðkaupsblogg.

Hún Mrs. Twins sem er með SIBOL bloggið hefur verið að safna saman í konunglegt brúðkaupsteppi. Margir hverjir ferningarnir þar eru ansi skrautlegir og frekar fyndnir.

Þessi ferningur er af William og Kate
eða Vilhjálmi og Kötu eins og þau eru víst kölluð á íslensku.


Fann nokkrar myndir af hekluðum brúðarkjólum
og kjólum sem sækja innblástur sinn í hekl.











Það er líka hægt að hekla brúðarskart.



Svo einn sætur brúðarmeyjarkjóll.


Fallegasti brúðarkjóll sem ég hef á ævinni séð er þessi.
Ef það mun e-n tímann koma til þess að ég gifti mig
þá mun ég án alls efa gera minn eigin kjól
og sækja innblásturinn minn í þennan kjól.



Hægt er að sjá fleiri myndir úr þessu brúðkaupi hér.


Vona að þið hafið skemmt ykkur jafn vel og ég að fylgjast með brúðkaupinu í morgun.
Og dáðst að þessum fallega kjól sem hún Kate var í c",)

27 April 2011

Hekl-flúr...?

Er búin að vera að velta fyrir mér soldið öfgakenndri hugmynd. Syni mínum til mikillar mæðu. En sú hugmynd er að fá mér húðflúr. Hekl-flúr. Mér finnst það geggjað fyndið.
Sonur minn er sem sé alfarið á móti því að móðir hans fái sér flúr.

Þetta er bara svo töff.

Sérstaklega þar sem frasarnir á ensku fyrir heklara eru tvíþættir og alger húmor í þeim.
Heklunál er hook og heklari er hooker og að hekla er hooked.
Gæti fengið mér Happy Hooker eða Hooked since 1996.

Alltof fyndið!


Hér eru nokkrar myndir af svölum handavinnu flúrum.










Eða kannski ætti ég að taka því rólega og vera skynsöm og fá mér bara hálsmen?


19 April 2011

Enn meira litað garn

Núna um daginn lá ég heima með flensu í heila viku. Ekki rúmliggjandi veik en samt nógu veik til að vera óvinnufær. Hvað gera bændur þá? Lita meira garn.

Ég sá Prjónaperlurnar vera að lita garn með karrý og bara varð að prófa.
Og þar sem ég ELSKA kaffi þá varð ég auðvitað að reyna að lita garn með því líka. Svo var ég líka með fína Kool-Aidið sem ég keypti í Ameríkunni.

Hráefnin

Ég vildi mislitt garn svo ég setti ekki allt garnið á sama tíma í pottinn



Er alveg mjög sátt með allt Kool-aid garnið






Karrý garnið heppnaðist bara vel. Nema það varð ekki jafn mislitt og ég vildi.
Kaffi litunin tókst ekkert vel. Garnið litaðist eiginlega ekki neitt.


En Kool-aid garnið er mjög svo flott.



Ég ákvað að nota allt þetta garn í verkefni handa sjálfri mér.
Gerði mér 2 krukkur sem ég ætla að hafa inní herbergi og...




...svo ákvað ég að hekla utan um nokkur herðartré í stíl sem ég ætla líka að hafa inní herbergi.


Planið er að setja snaga á vegg og láta uppáhalds kjólana mína hanga þar til skrauts og gamans. Alger óþarfi að láta þetta alltaf hanga í felum inní skáp.
Set kannski mynd af þessu inn þegar allt er komið.


Fann ótrúlega sætar leiðbeiningar um hvernig skal hekla utan um herðatré hér. Í hennar aðferð þá felur hún saumana...sem er mjög sniðugt. En þar sem ég var bara að gera þetta handa sjálfri mér þá var mér sama þótt saumarnir sæust og saumaði þau bara beint á herðatréð.
Líka þá var ekki hægt að taka járn stykkið úr öllum herðatrjánum sem ég keypti. Svo ef þið ákveðið að skella ykkur í svona mission þá myndi ég athuga hvort járnin séu heil í gegn um herðatrén eða hvort það sé hægt að skrúfa þau úr.
  • Garnið - eða snærið öllu heldur - keypti ég á 500 kall í Góða Hirðinum.
  • Herðatrén keypti ég líka í Góða Hirðinum, fékk 10 stk á 400 kall.
  • Keypti krukkurnar líka í Góða á 10 og 20 kr stk.
  • Kool-aid var svo keypt í USA en það fæst víst í Megastore og Kosti líka.

Það er magnað hvað er hægt að finna í Góða Hirðinum til að vinna með í handavinnunni - og allt saman þar fæst á skít og ingeting c",)

03 April 2011

Garn litað - lazy style

Ég er búin að vera dáleidd af garninu sem margar konur eru að lita heima hjá sér og deila með okkur hinum annað hvort á bloggunum sínum eða barnalandi. Mig er búið að langa mikið til að prófa að gera sjálf EN ég hef ekki haft neitt sérstakt verkefni í huga né garn þannig AÐ ég keypti mér e-ð garn í Góða Hirðinum og ákvað að prófa það bara.


Ég veit ekki einu sinni hvað þetta garn er...eða hvort þetta sé garn yfir höfuð eða bara snæri. En það var í massavís og kostaði 500 kall svo tapið var alls ekki mikið.


Ég kalla þetta Lazy Style því þetta var frekar letilega gert hjá mér. Ég sauð vatn í potti. Hellti því í krukku. Setti Kool aid útí. Setti garnið ofan í. Hrærði. Lét garnið hanga þar í langan tíma. Svo tók ég það úr og setti á ofninn. Frekar letilegt.


Garnið fyrir og eftir. Ágætislitur á þessu. Ekkert til að missa sig yfir þó. Notaði Cherry Kool aid.


Sá í einum leiðbeiningunum sem ég las þá sagði konan að mar ætti ekki að binda garnið of fast nema manni fyndist "bundið garn" flott. Skildi ekki hvað hún meinti...fyrr en ég tók bandið af. Ef ég hefði fattað þetta fyrirfram hefði ég bundið það á fleiri stöðum því mér finnst þetta soldið töff.


My biggest fan Guðmunda jr. var eins og vanalega á svæðinu. Hún mætir alltaf stundvíslega til að fylgjast með ÖLLU garntengdu sem ég tek mér fyrir hendur.


Er með smá verkefni í huga fyrir þetta snærisgarn mitt.

Flott blogg á íslensku um hvernig á að lita garn:
Flott blogg á ensku um hvernig á að lita garn:
  • Knitty.com - Flottasta Kool aid litunarsíðan
  • Knitty.com - Mjög flottar leiðbeiningar um að lita garn með matarlit.
  • Dharma Trading - Handmálað bómullargarn
  • eHow - Að lita garn með kaffi
  • pea soup - Garn litað með matarlitum


Svo að lokum ein önnur mynd af henni Guðmundu minni sem er...skv greindavísitöluprófi fyrir ketti sem við fundum á google...alls ekki mikið gáfnaljós.