10 October 2011

Hægt og rólega hefst það

Ég er að fá smá raunveruleika tékk um þessar mundir. Ég hélt að lífið yrði svo einfalt og auðvelt þegar ég færi í Háskóla. Ég myndi nú pottþétt hafa meiri frítíma til að sinna áhugamálum meira en þegar ég var í fullri vinnu. En svo er ekki aaaalveg raunin. Það er hörkupúl að vera í Háskóla og ég hef minni tíma til að hekla ef e-ð er og hvað þá að blogga um þetta litla hekl mitt.

En ég er þó búin að vera að hekla smá. Er byrjuð að hekla aðeins fyrir jólin og svo er ég byrjuð á nýju barnateppi. Í þetta sinn handa sjálfri mér. Eða réttara sagt mínum eigin erfingja. Það er víst alveg kominn tími á að gera það opinbert en ég á von á litlum gaur þann 17. febrúar 2012.


Ég er nú þegar komin með eitt teppi handa gaurnum mínum þar sem systir mín (sem er sett 17. janúar 2012) á von á stelpu en ekki strák eins og hún var svo viss um.

Mig langaði að gera e-ð nýtt og öðrvísi en ég er vön að gera. Og ég ákvað að gera sér teppi sem á að vera rúmteppi. Ég fann um daginn á þessu hekl bloggi svo geggjaðann ferning sem ég varð að gera. Uppskriftina er hægt að fá hér á Ravelry.

Ég tók myndir af ferningnum í gegnum ferlið og ætlaði að gera svona töff hreyfimynd. En e-ð voru Photoshop hæfileikar mínir að svíkja mig. Svo engin hreyfimynd.

Umferð 1

Umferðir 2 & 3

Umferðir 4 & 5

Umferðir 6 & 7

Umferðir 8 & 9

Ferningurinn er alls ekki erfiður að hekla. En þar sem ég hef ekki allan tímann í heiminum þá mun það örugglega taka mig smá tíma að gera það. Ef mælingar mínar eru réttar þarf ég að gera 50 ferninga og ég er búin með 12.

Þar til næst...

8 comments:

  1. Til hamingju með væntanlegan erfingja :)

    ReplyDelete
  2. Innilega til hamingju með erfingjann :o)

    ReplyDelete
  3. Til hamingju og gangi þér vel :) Ég kannast við að hafa engan tíma til hannyrða... er farin að hlakka til jólafrísins ;)

    ReplyDelete
  4. Takk c",)

    Ólöf: Er líka farið að hlakka til jólafrísins!

    ReplyDelete
  5. Til hamingju með erfingjan. Kíki oft hér inn og hef lært ýmislegt hér á síðunni þinni var einmitt að klára að hekla barnateppi sem ég fann í uppskriftunum þinum :)

    ReplyDelete
  6. Til hamingju.
    Ég nýt þess í botn að skoða síðuna þína, alltaf eitthvað skemmtilegt að skoða og svo lærir maður líka.
    Takk fyrir mig.

    ReplyDelete
  7. Frábær!
    Til lukku!
    Þetta er best í heimi

    ReplyDelete