Pages

19 September 2011

Þórunn handa Ömmu

Ég byrjaði fyrir löngu síðan að gera sjal handa mér. Sjalið átti að vera risastórt svo ég gæti vafið því vel um hálsinn á mér svo mér yrði alls ekki kalt. Mistökin mín - ef kalla má mistök - voru þau að hekla sjalið of þétt. Hefði sem sé átt að nota stærri nál. Sem gerði það að verkum að sjalið er bara alls ekki þægilegt til að vefja um hálsinn, en það er fint til að hafa yfir axlirnar. Ég er ekki alveg týpan til að ganga með sjal yfir axlirnar - ekki ennþá allavegana - svo ég ákvað að gefa henni ömmu minni það. Ömmu er nefninlega alltaf svo kalt.

Amma var hæst ánægð með sjalið og var meir en til í að pósa á einni mynd fyrir mig með sjalið.

Þess má til gamans geta að í ár varð hún amma mín 82 ára, hún er fædd 1929 og 4 dögum seinna varð ég 29 ára, ég er fædd 1982. Mér finnst þetta einstaklega skemmtileg tilviljun.

Sjalið er einstaklega auðvelt að hekla, er í raun bara hálfur ömmuferningur. Uppskriftina fékk ég hérna á Ravelry.

Ég kalla sjalið Þórunn. Ástæðan fyrir því er að ein Þórunn sem ég þekki er alltaf með svo flott stórt eldrautt sjal sem er einmitt hálfur ömmuferningur. Er því ekki við hæfi að kalla sjalið eftir henni - svona úr því að ég er að herma eftir henni.

Í tilefni þess að ég var heima hjá ömmu og var með myndavélina mína ákvað ég að taka mynd af Tobíasi með húfuna sína. Amma hefur átt Tobías síðan ég man eftir mér og hefur hann gengið í gegnum margt í gegnum tíðina - eins og að láta tippexa í sér augun.
Í mörg ár hefur hann Tobías skartað þessari fínu gulu húfu sem ég prjónaði í skólanum fyrir mörgum árum síðan. Held ég hafi verið í 6. bekk eða svo. Þetta er svona skemmtileg áminning um það að einu sinni fannst mér rosalega gaman að prjóna. Það var áður en ég lærði að hekla.


Hef samt verið að velta því fyrir mér upp á síðkastið hvort ég eigi að fara að prjóna aftur. Ætli það gerist ekki þegar ég finn verkefni sem grípur mig.

4 comments:

  1. Amma þín heppin. Mér datt aldrei í hug að prjóna né hekla handa Ömmu minni hún var svo mikil handavinnukona, en þegar ég les þetta sé ég eftir því að hafa ekki gert það.

    ReplyDelete
  2. Amma hefur alltaf verið mikil handavinnukona líka. Það er þó e-ð farið að hægja á hjá henni með aldrinum.

    ReplyDelete
  3. Sjalið fer ömmu þinni svo vel, finnst amma þin svo mikið krútt :)
    kv Jókus

    ReplyDelete
  4. í 6.bekk, ertu að grínast, þú fæddist auðvita með prjona/hekl nál i höndonum.

    ég mundi ekki einu sinni sýna þér tatiljurnar sem ég prjónaði í 7.bekk, even if my life depende on it !

    - Jónína

    ReplyDelete