Mig langar soldið að hekla mér sumarkjól eða bol...og svo er líka ein peysa en það er önnur saga.
Vandamálið mitt er hinsvegar það að ég hef ekki hugmynd um hvernig garn er notað í svona kjóla né hvar er best að kaupa svoleiðis.
Í þessum uppskriftum eru notaðar nálar frá 1,75 til 2,5.
Getur e-r bent mér á fínt garn sem er þægilegt að nota í föt EN kostar ekki aleiguna
mér dettur auðvitað bara mandarín petit í hug (rúmfatalagerinn)... er bómull ekki svona ekta sumar-fata-garn?
ReplyDeleteSpurning. Er Mandarin Petit nógu fínt fyrir svona litlar nálar?
ReplyDeleteÉg gæti þó mögulega notað það í peysuna sem mig langar að gera. Eina garnið sem mér hafði dottið í hug var kambgarn en ég veit ekki hvort það sé þægilegt að ganga í þannig. Þetta er svona netapeysa...mjög töff.
Mér dettur í hug heklugarnið frá Saturnus, fæst í handavinnubúðum, það er fínt. Eða einband frá ístex.
ReplyDeletekv
Berglind
Þessi 3., craft cotton tunic, finnst mér ÆÐI!
ReplyDeletebaby garnið í europris er fyrir 2 1/2 - 3 mjúkt og gott.. ódýrt..
ReplyDelete- Ásta
Rasmilla garnið í garnbúð Gauju hentar mjög vel í svona... en ég man ekki hvað það kostar, gæti alveg kostað kannski fót og smá hönd, ekki viss
ReplyDelete