26 May 2011

Ofið hekl

Ég ætlaði að taka þátt í Prjónakeppni Hagkaups & Ístex um daginn eeeen frestunaráráttan mín gerði það að verkum að ég náði ekki að klára verkið á réttum tíma. Ég sat sveitt og heklaði til kl. 3 um nóttina deginum fyrir frestinn áður en ég gafst upp.

Í staðinn skelli ég þessu bara hér inn c",)

Ofið hekl er sérstök tegund af hekli en er samt í raun ekkert annað en loftlykkjur og stuðlar. Ég sá þetta fyrst hjá henni Söru minni London og var alls ekki að skilja hvernig hún fór að þessu. En í tveim af heklbókunum sem ég keypti mér í USA þá eru verkefni þar sem ofið hekl er. Þannig komst ég að því hvað þetta er einstaklega auðvelt. En þótt þetta sé einstaklega auðvelt þá er þetta lúmskt tímafrekt.



Eins og venjulega þá varð ég að fara út á stétt að taka myndir.




Og svo upp á fönnið ein upp í tré.


Ég notaði Kambgarn og heklunál nr. 3 í þennan trefil.
Ætla að henda inn leiðbeiningum við fyrsta tækifæri svo fleiri geti skemmt sér við að gera ofið hekl.

6 comments:

  1. VÁ! Þetta fynnst mér mjög fallegt. Veistu hvort það eru einhverjar leiðbeiningar á netinu. Takk annars fyrir frábært blogg. Gaman að það skuli vera blogg fyrir okkur heklaranna inn á milli allt prjónið.

    ReplyDelete
  2. Flottur trefill!
    Þetta verð ég að prófa. Verst að eina svona uppskriftin sem ég á í safninu mínu er af teppi, en það ætti að vera auðvelt að aðlaga hana.

    ReplyDelete
  3. Ég gerði þennan trefil eftir uppskrift af teppi. Minnsta mál að breyta þessu.

    Ég ætla að henda inn leiðbeiningum að þessu við fyrsta tækifæri. Er bara að drukkna í vinnu og skólaumsókn akkurat núna :)

    ReplyDelete
  4. Þetta er hrein snild :)

    ReplyDelete
  5. Vá! Þetta er geggjað! Trefillinn lítur út fyrir að vera svo kósý og hlýr!

    ReplyDelete
  6. Ég gleymdi að segja að þessir litirnir eru rosalega flottir saman :þ

    ReplyDelete