Pages

30 May 2011

11. júní 2011 - International Yarn Bombing Day

Var að rekast á skemmtilegan 'event' á Facebook.

Samkvæmt þessu virðist 11. júní vera Alþjóðlegur garn-graff dagur. Ég er svei mér þá að hugsa um að vera barasta memm í þessu. Er allavegana búin að melda mig 'attending' þarna í grúppunni.
Ég á nokkur stykki sem ég er búin að vera á leiðinni að sauma utan um ljósastaura og annað. Finnst kjörið að nýta þennan dag til þess að skella þessu loksins upp.

Hvað segiði stelpur...og mögulega strákar...eruð til game í smá graff? Skiptir einu hvort það er heklað eða prjónað. Væri ótrúlega gaman að heyra frá e-m sem er til í að vera memm og enn meira gaman að sjá myndir af gröffum sem hent er upp.

Ég er búin að vera að rölta Vesturgötuna soldið upp á síðkastið og er búin að komast að því að það er e-r handavinnukona sem býr þarna á svæðinu. Er alltaf að rekast á ný gröff og þau fá mig alltaf til að brosa út að eyrum c",)
Allar þessar myndir eru af gröffum sem eru á þessu svæði.






2 comments:

  1. Ég hef líka tekið eftir þessu á Vesturgötunni, algjör snilld. Maður ætti kannski að taka þátt í deginum, allavega er ég með nokkrar hálfkláraðar prufur sem gætu vel endað utan um ljósastaur!

    ReplyDelete
  2. Já algerlega!
    Ég elska að finna svona gröff. Bjarga alltaf deginum mínu c",)

    ReplyDelete