Einn dag fyrir jól stóð ég svo í röðinni í Bónus og las Hús & Híbýli og þá fékk ég þessa snilldar hugmynd að hekla utan um e-ð af þessum krukkum og gera mér aðventukrans. Og úr því fæddist aðventukransinn minn fyrir 2010. Ég er ekkert smá ánægð með kertastjakana mín og ætla að halda áfram að nota þá þótt jólin séu búin. Mér finnst þeir ógeðslega flottir OG birtan frá þeim er enn flottari.
Ein mynd af þeim í birtu.
Ég varð að halda áfram og gera fleiri. Ég fékk þetta svarta garn í jólagjöf og ákvað að gera tvo í viðbót og prófa nýtt mynstur. Þeir eru voða sætir líka EN mér finnst mynstrið ekki jafn flott og í þeim fyrri. Það pirrar mig smá líka að þeir séu ekki alveg eins - annar er teygðari en hinn.
Ég varð að halda áfram og gera fleiri. Ég fékk þetta svarta garn í jólagjöf og ákvað að gera tvo í viðbót og prófa nýtt mynstur. Þeir eru voða sætir líka EN mér finnst mynstrið ekki jafn flott og í þeim fyrri. Það pirrar mig smá líka að þeir séu ekki alveg eins - annar er teygðari en hinn.
Og ein mynd í birtu.
Eftir þá svörtu þá ákvað ég að gera annan með sama mynstri og þeir hvítu en nú bara í bláu. Smá flækja. En ég er mjög ánægð með hann - er alveg að elska þennan kóngabláa lit.
Eftir þá svörtu þá ákvað ég að gera annan með sama mynstri og þeir hvítu en nú bara í bláu. Smá flækja. En ég er mjög ánægð með hann - er alveg að elska þennan kóngabláa lit.
Ein í birtu.
Mér finnst birtan alveg awesome af þessu. Minnir mig soldið á mystur í lopapeysum.
Og ein mynd að lokum af öllum sjö kertastjökunum.
Ég er búin að gera enn annan kertastjaka síðan ég tók þessar myndir, set myndir inn af honum seinna.
Svo er ég búin að sitja sveitt við að ná miðum og lími af þeim 16 krukkum sem ég á til viðbótar. Alveg magnað hvað límið er pikk fokking fast á sumum krukkum.
Það er allavegana enginn vafi um að það verður heklað utan um fleiri krukkur!
Svo er ég búin að sitja sveitt við að ná miðum og lími af þeim 16 krukkum sem ég á til viðbótar. Alveg magnað hvað límið er pikk fokking fast á sumum krukkum.
Það er allavegana enginn vafi um að það verður heklað utan um fleiri krukkur!
Meiriháttar útfærsla á krukkunum. Langar soldið mikið að gera svona.
ReplyDeleteHrikalega flott hugmynd!! Kem eflaust eftir að stela þessari hugmynd einhverntíma, þó mér eigi aldrei eftir að takast að hekla svona fallega.... ég prufa kannski bara að prjóna.... spennandi!
ReplyDeleteFrábær síðan þín. Margar góðar mugmyndir og skemmtilega skrifað.
kv.Katla
Rosalega er þetta flott hjá þér... ég á líka örugglega eftir að stela þessari hugmynd :)
ReplyDeletekv, Ólöf
Kemur rosaleg vel út, ekkert smá flottir!
ReplyDeleteMeð límið þá hef ég heyrt að WD40 virki vel til að ná því af krukkunum :)
Kveðja Rakel
Þetta er snilld!
ReplyDeleteJesúss og goss hvað þetta er töffffffff ;)
ReplyDeleteLangar þig ekki að selja mér hvernig þú gerðir þetta? ;)
Kv Erla B
Endilega "stela" hugmyndinni! Því fleiri sem eru að hekla því betra.
ReplyDeleteÞað er spurning hvort ég hendi inn uppskrift þegar ég er komin með þetta betur á hreint, þetta er soldið bara af fingrum fram ennþá er ekki komin með almennilegt system.
Og Katla það er vel hægt að prjóna utan um krukkur líka - hef séð svoleiðis á Ravelry.
Ég væri meira en til í uppskrift!!! Er ekki enn orðin nógu góð til að hekla af fingrum fram!
ReplyDeleteÆðislegir stjakar. Ég á einmitt ansi margar krukkur og elska kertaljós. Prófa mig áfram en bíð spennt eftir uppskriftinni :)
ReplyDeleteKrukkurnar þínar eru mjög flottar. En ég ákvað að deila með þér góðu ráði í límmiða slagnum :O) Ég er sjálf búin að brasa við þetta í mörg skipti en er loksins búin að finna ráð til að ná föstustu miðum eins og t.d. af fallegu ferköntuðu fetaostkrukkunum. Láttu þær liggja í bleyti í KÖLDU vatni í a.m.k. klukkutíma og þá verður leikur einn að ná miðunum af. :O)
ReplyDeleteGangi þér vel og bestu kveðjur ÁSa
Sæl og mikið er þetta flott hjá þér:)
ReplyDeleteég nota oft sítrónudropana/bökunardropana frá Kötlu til að ná lími af ýmsu, virkar vel.
Þeir eru awsome:) Finnst þþessi kóngablái rosalega flottur :)
ReplyDeleteómæ hvað þetta er osom! Blái er ekkert smá töff og svörtu og og og....a
ReplyDeleteEr að fíla hvítu uppröðunina.
kv. Jókus pókus
Þetta er BARA æðislegt! Geggjað flott, ódýrt, persónulegt og fallegt til að gefa :)
ReplyDeleteMikið væri ég til í að fá uppskrift til að prófa að gera svona sjálf ;)
Keep up the good work!
Kveðja,
Sjöfn Elísa.
Takk kærlega fyrir öll kommentin og hrósin - er bara voða monntin c",)
ReplyDeleteÁsa: Kalt vatn - týpískt. Ég er einmitt búin að vera í veseni með þessar 2 feta krukkur sem ég á. Búin að hamast við að láta þær vera í sjóðandi heitu vatni og skrúbba og skrúbba.
Ætla að prófa öll þessi ráð varðandi límið þegar ég fer útí þetta næst. Hlýtur allt að vera betra en það sem ég er búin að vera að hamast við c",)
Mjög fallegt hjá þér :) ég væri svo til í að prófa þetta ef uppskrift kæmi á prent, safna líka krukkum aðallega til að eiga undur sulturnar. En ráð við líminu : leggja krukkurnar í bleyti þá ættu miðarnir að losna af og límið sem eftir verður nærðu með sítrónudropum (bökunardropum) kveðja Margrét.
ReplyDeleteRosalega flottir kertastjarkar. Þarf greinilega að fara að rifja upp hekl-taktana ;-)
ReplyDeleteMatarolía virkar líka vel á lím sem þarf að leysa upp.
Kv. Una
What a nice idea! Love it!
ReplyDeleteDefinitely, I have to make some. Thanks for sharing!
❤ ❤ ❤
ReplyDelete