29 November 2010

Heklu-nála-stærðir

Stundum þegar ég er að lesa uppskriftir á útlensku þá stendur að mar eigi að nota heklunál af stærðinni H. Hvað er það?
Eins og með svo margt annað þá getur ekki bara verið ein alþjóðleg stærð. Heldur þurfa Bandaríkjamenn að hafa sitt, Bretar hafa sitt og svo erum við með metrakerfið okkar.

Þegar þessi staða kemur upp þá þarf ég að skella mér á Google og fletta þessu upp. Sem er svo sem ekki mikið vandamál. En hve þægilegt væri það ef þetta væri bara á einum stað - eins og t.d. hérna á blogginu mínu.

Því miður þá samræmast stærðirnar ekki á öllum þeim síðum sem ég skoðaði. Þetta eru algengustu stærðirnar og þeim skeikar ekki mjög mikið.

Vonandi kemur þetta að gagni c",)

25 November 2010

Sjónvarpsteppi

Ohhh ég fann þetta á Ravelry og mér finnst þetta bara snilld!
Þetta er Sjónvarpsteppi í bókstaflegri mynd! Hve töff væri að gera sófateppi sem væri eins og stillimyndin hjá Rúv?!

Þær eru að gera þetta bæði bara með stuðlum fram og til baka og sem ömmuferninga.

Ein mynd af stillimyndinni bara svona upp á fönnið. Það yrði reyndar aðeins meiri vinna að gera þessa stillimynd.

19 November 2010

2 Heklaðar Bjöllur - uppskrift til sölu!


Jæja þá er ég loksins búin að setja niður á blað hekluðu bjöllurnar mínar og eru þær komnar í sölu á Ravelry. Þar sem það fór vinna í að gera þær ætla ég ekki að gefa þær heldur selja. Uppskriftin er þó ekki dýr heldur kostar litla $4 dollara eða 500 kr.

Ef þið eruð ekki með PayPal aðgang en langar að kaupa uppskriftina sendið mér þá endilega póst á handodi.heklarinn@gmail.com og við plöggum það c",)

18 November 2010

Sarafia blanket - pattern

I just love love this blanket.
I'm sure I've said it before - but I named the blanket Sarafia cause I was inspired from Sara and Sofia when I made it.

I wanna share it with you and hope that you will love it as much as I do.


Square:
Start with color A.
Ch 5, join together in a circle with a sl st.

Rnd 1: Ch 3 (counts as 1st dc), 2 dc into the ring, ch 3, 3 dc, ch 3, 3 dc, ch 3, 3 dc, ch 3, join with a sl st in 3rd ch.
Break off and change to color B.

(Note: you will always be starting each round with the last dc of the round)
Rnd 2: Join in the last ch space of last rnd. Ch 5 (counts as 1 dc, ch 2), *in next ch space do 3 dc, ch 3, 3 dc, 2 ch* repeat this two more times. In the last ch sp do 3 dc, ch 3, 2 dc, join with sl st in 3rd ch.

Rnd 3: Ch 5 (counts as 1 dc, ch 2), *1 dc in each dc of prev rnd (total 3 dc), in the corner you do 2 dc, ch 3, 2 dc, 1 dc in each dc of prev round, ch 2* repeat from * to * till the end of the rnd, join with sl st in 3rd ch.

Rnd 4: Ch 5 (counts as 1 dc, ch 2), *1 dc in each dc of prev rnd (total 5 dc), in the corner you do 2 dc, ch 3, 2 dc, 1 dc in each dc of prev round, ch 2* repeat from * to * till the end of the rnd, join with sl st in 3rd ch.

Rnd 5: Ch 5 (counts as 1 dc, ch 2), *1 dc in each dc of prev rnd (total 7 dc), in the corner you do 2 dc, ch 3, 2 dc, 1 dc in each dc of prev round, ch 2* repeat from * to * till the end of the rnd, join with sl st in 3rd ch.
Break off and go back to color A.

Rnd 6: Join where you left off in the prev rnd or in 3rd ch. Ch 5 (counts as 1 dc, ch 2), *1 dc in each dc of prev rnd (total 9 dc), in the corner you do 2 dc, ch 3, 2 dc, 1 dc in each dc of prev round, ch 2* repeat from * to * till the end of the rnd, join with sl st in 3rd ch.


Amount:
I have 48 squares in my blanket.
I mainly use 3 colors, there's one main color that has 24 squares and then the other two have 12 squares each.

Joining:
There are many ways to join squares but there is one I like the most. I think it's called back loop join - or something like that. You take the squares together with the wrong side (or the back side) turning to you - or right sides together. Then you sl st only the back loops together.

Border:
I always start with one round of sc all the way around the blanket. There's no one way to that suits it best - I've done more than one. Just try what ever you like and see how it turns out.
I have a few borders
here on my blog - but their all in Icelandic though.

If you see any errors or just have pointers on what might bet better done in this pattern please let me know - elinella@hotmail.com

Sarafia teppi - uppskrift

Ég alveg hreint elska elska þetta teppi!
Eins og ég hef áður sagt þá nefni ég það Sarafia því ég fékk innblástur frá Söru og Sofiu við gerðina á því.

Mig langar að deila því með ykkur og vona að þið eigið eftir að elska það jafn mikið og ég!



Ferningur:
Byrjið með lit A.
Heklið 5 ll, tengið saman í hring með kl.

1. umf: 3ll (telst sem 1 st), 2 st inn í hringinn, 3 ll, 3 st, 3 ll, 3 st, 3 ll, 3 st, 3 ll, tengið saman með kl í 3ju ll.
Slítið og skiptið yfir í lit B.

(Ath að í raun er alltaf byrjað á seinasta stuðli umferðarinnar)
2. umf: Byrjið í seinasta ll bili fyrri umferðar. Heklið 5 ll (telst sem 1 st, 2 ll), *í næsta ll bil 3 st, 3 ll, 3 st, 2 ll* endurtakið frá * til * tvisvar sinnum til viðbótar. Í seinasta ll bilið er heklað 3 st, 3 ll, 2 st, tengt saman með kl í 3ju ll sem var gerð í byrjun.

3. umf: 5 ll (telst sem 1 st, 2 ll), *1 st í hvern st fyrri umf (samtals 3 st), í hornið er heklað 2 st, 3 ll, 2 st, 1 st í hvern stuðul fyrri umf, 2 ll* endurtakið frá * til * út umferðina, klárið umf með kl í 3ju ll frá byrjun.

4. umf: 5 ll (telst sem 1 st, 2 ll), *1 st í hvern st fyrri umf (samtals 5 st), í hornið er heklað 2 st, 3 ll, 2 st, 1 st í hvern stuðul fyrri umf, 2 ll* endurtakið frá * til * út umferðina, klárið umf með kl í 3ju ll frá byrjun.

5. umf: 5 ll (telst sem 1 st, 2 ll),
*1 st í hvern st fyrri umf (samtals 7 st), í hornið er heklað 2 st, 3 ll, 2 st, 1 st í hvern stuðul fyrri umf, 2 ll* endurtakið frá * til * út umferðina, klárið umf með kl í 3ju ll frá byrjun.
Slítið og skiptið aftur yfir í lit A.

6. umf: Tengið í 3ju ll þar sem hætt var í fyrri umf. 5 ll (telst sem 1 st, 2 ll), *1 st í hvern st fyrri umf (samtals 9 st), í hornið er heklað 2 st, 3 ll, 2 st, 1 st í hvern stuðul fyrri umf, 2 ll* endurtakið frá * til * út umferðina, klárið umf með kl í 3ju ll frá byrjun.


Fjöldi:
Ég er með 48 stk ferninga í mínu teppi.
Ég nota aðallega 3 liti, er þá með einn aðallit sem eru 24 ferningar og svo hafa hinir tveir litirnir 12 ferningar hvor.

Að hekla saman:
Það eru margar leiðir til að hekla þá saman en mér líkar best við eina fyrir þetta teppi. Þið snúið ferningunum saman á réttunni, röngurnar út og heklið kl bara í aftari lykkjurnar (semsé þann helming lykkjunnar sem snýr að röngunni).

Að hekla utan um:
Ég byrja alltaf á að hekla allavegana eina umferð af fp í kringum allt teppið. Það er engin ein ákveðin leið sem er flottust til að hekla utan um það.
Ég er með nokkrar mismunandi tegundir af könntum til að hekla hér á blogginu mínu.


Ef þið eruð með ábendingar um hvað mætti betur fara í uppskriftinni eða þið sjáið villu endilega látið mig vita handodi.heklarinn@gmail.com

13 November 2010

Heklaðar bjöllur

Tinna vinkona er alveg búin að smita mig af Bjöllu-æðinu!
Ég fékk að sitja með henni eitt námskeið seinasta sunnudag og síðan þá hefur ekki verið stoppað.


Tinna er með námskeið þar sem hún kennir að hekla bjöllu - sem er Bjalla 1 - ef þið hafið áhuga á að kíkja til hennar þá finnið þið upplýsingar um námskeiðin hennar hér.

Tinna er heldur ekkert að sitja á uppskriftinni. Ef ykkur langar að fá uppskriftina og hekla bara sjálfar þá finnið þið hana hér.

Hinar bjöllurnar sem ég er búin að gera hermdi ég eftir öðrum bjöllum sem ég fann á netinu. Það er merkilega fátt upp uppskriftir að hekluðum bjöllum á netinu. Eiginlega bara engin.

Bjalla #1




Bjalla #2




Bjalla #3




Bjalla #4




Ég prófaði að setja bjöllurnar á litaða seríu og ég er að fíla það í botn. Mér finnst þær koma alveg æðislega út svona marglitar og er að hugsa um að setja mínar eigin á þannig seríu. Eina sem ég er ekki að fíla er að snúran er dökk. En það hlýtur að vera hægt að fá seríu með hvítri snúru og lituðum perum.



Er þetta ekki bara töff?!

Prjón að hekli

Ég er gjörsamlega ástfangin af ótrúlega fallegri prjónabók sem mamma keypti sér. Bókin er Rósaleppaprjón eftir Hélène Magnússon. En vandamálið mitt er það að ég hef bara ekki svo gaman af því að prjóna. Hvað er þá til ráða? Jú breyta prjóni í hekl.

Ég keypti mér túníska/rússneska heklunál nr. 3,5 og tók saman nokkra afganga sem ég og mamma áttum til. Þetta er Lanett og Lyppa garn.
Svo var bara byrjað að hekla.



Það var mjög skemmtilegt að hekla svona. Mér finnst túníska/rússneska heklið koma mjög vel út. En það var soldið tímafrekt og krefjandi að skipta svona oft um lit. Uppskriftin sem ég valdi mér að hekla eru ferningar með mismunandi áttblaðarósum sem eru svo heklaðir saman í teppi. Mér finnst uppskriftin koma vel út svona hekluð. En ég er ekki alveg viss hvort ég meika að gera heilt teppi úr þessu. Ég er auðvitað ekki heldur búin að ganga frá endunum - sem eru alveg helling. Ég ætla að sjá til hvernig ég er stemmd eftir jól hvort ég nenni að gera fleiri ferninga.




Túnískt - rússneskt - túnískt. Hver er munurinn? Well munurinn er enginn. Ég pældi heillengi í þessu þar til ég komast að því að þetta er það sama. Á Íslandi er þetta kallað rússneskt en úti er þetta kallað túnískt. Það skiptir svo sem engu máli hvað þetta er kallað. En ef ykkur langar að prófa túnískt/rússneskt hekl og ætlið að Googla uppskriftir eða e-ð þá vitið þið af því að þetta kallast Tunisian Crochet.

Rússneskt hekl er í raun ekki til. Og ekki heldur rússneskt prjón. Rússneska leiðin er alveg ótrúlega merkileg. Hjá þeim er þetta bara kallað Stitching og annað hvort er það með prjónum eða nál. Ég fann merkilega töff myndband á youtube sem sýndi gellu sem var að Stitch-a með prjónum og heklunál á sama tíma. Finn það því miður ekki aftur.

Hér er Grúppa á Ravelry þar sem talað er um Rússneskt prjón/hekl og myndir af því.

Og svo ein mynd af henni Guðmundu minni sem er aldrei langt í burtu þegar garn er annars vegar...og gerir mér stundum smá erfitt fyrir þegar ég er að reyna að taka myndir.

09 November 2010

Dúkar - Doilies

Mér er alveg að leiðast að vera tölvulaus - get ekki hent heklinu inn um leið og það dettur af nálinni.

Fékk æði um daginn fyrir að hekla dúka. Ætlaði að nota þá í annað en það féll upp fyrir. Svo dúkarnir voru stífaðir. Hvað ég ætla að gera við þá núna hef ég eiginlega ekki hugmynd. En ég er búin að sanna fyrir sjálfri mér að ég get heklað dúka.





Sarafia - bleikt og grænt

Ég smellti í annað teppi á dögunum. Þetta er annað teppi sem ég kýs að kalla Sarafia. En ástæðan fyrir því er vegna þess að ég fékk innblástur frá Söru og Sofiu þegar ég gerði fyrsta teppið.
Ég er ógeðslega sátt með teppið og finnst þessir litir séu fæddir til að vera saman.




Teppið er heklað með nál nr 3,5. Garnið er samsuða af nokkrum tegundum. Dekkra græna og bleika er Mayflower Hit Ta-too sem ég fékk sent frá DK, man ekki hvað græna marglita heitir en það er keypt í Rúmfó, hvíta garnið er Big Value Baby líka úr Rúmfó.
Allt þetta garn er akríl. Enda elska ég akríl <3

Afmælisgjöfin hennar Jóku c",)

Jóka besta vinkona varð 25 ára þann 23. september. Eins og mér er einni lagið byrjaði ég auðvitað allt of seint að plana gjöfina handa henni. Það var hins vegar ekkert erfitt að ákveða sig þar sem hún er lengi búin að vera að tuða um teppi. En í lok september átti ég engann pening til að kaupa garn í teppið. En þar sem Jóka þekkir mig vel var hún ekkert hissa á að ég væri sein með gjöfina.

Eftir e-a hugsun ákvað ég að gera stórt zik-zak sófateppi handa henni. Ég notaði Aran garnið úr Hagkaup - þetta í risadokkunum, það fóru 4 dokkur í teppið og nál nr. 4,5 varð fyrir valinu. Þegar búið var að kaupa garnið var svo spítt í lófana og allt sett á fullt. Það tók mig 17 daga að gera teppið og þykir mér það bara nokkuð öflugt.

Bónus við gjöfina var svo að ég fékk bílprófið mitt - loksins - í október og gat því skutlast í heimsókn til hennar með teppið.

Jóka bara sátt með teppið sitt.

Benjamín var líka sáttur því teppið var nógu stórt til að fela sig OG mömmu undir því.

Jóka með ljónin sín Benjamín Leó og Bjarka Leó.
***

Og svo nokkrar myndir af teppinu einu