24 September 2010

Triangle baby blanket - Pattern

Here's the pattern for the triangle blanket that has gotten so much positive response. I hope the pattern is easy to read and that making it will bring you as much joy as it brought me c",)


Triangle:
Ch 5, join together with a slip st.
Rnd 1: Ch 3 (counts as 1st dc), 2 dc in the ring, ch 4, 3 dc, ch 4, 3 dc, ch 4, join together with slip st to top of ch-3.
Rnd 2: Ch 3 (counts as 1st dc), dc in next 2 dc, *3 dc, ch 4, 3 dc* in ch-4 space, dc in next 3 dc, *3 dc, ch 4, 3 dc* in ch-4 space, dc in next 3 dc, *3 dc, ch 4, 3 dc* in ch-4 space, join together with slip st to top of ch-3.
Rnd 3: Ch 3 (counts as 1st dc), dc in next 5 dc, *3 dc, ch 4, 3 dc* in ch-4 space, dc in next 9 dc, *3 dc, ch 4, 3 dc* in ch-4 space, dc in next 9 dc, *3 dc, ch 4, 3 dc* in ch-4 space, dc in next 3 dc, join together with slip st to top of ch-3.
Rnd 4: Ch 3 (counts as 1st dc), dc in next 8 dc, *3 dc, ch 4, 3 dc* in ch-4 space, dc in next 15 dc, *3 dc, ch 4, 3 dc* in ch-4 space, dc in next 15 dc, *3 dc, ch 4, 3 dc* in ch-4 space, dc in next 6 dc, join together with slip st to top of ch-3.
Rnd 5: Ch 3 (counts as 1st dc), dc in next 11 dc, *3 dc, ch 4, 3 dc* in ch-4 space, dc in next 21 dc, *3 dc, ch 4, 3 dc* in ch-4 space, dc in next 21 dc, *3 dc, ch 4, 3 dc* in ch-4 space, dc in next 9 dc,join together with slip st to top of ch-3.
Triangle is ready.

Make 54 triangles, or 18 of each color if you have 3 colors.

Arrange the triangles in the order you want them before you start joining them together.
1. row: 7 triangles
2. row: 9 triangles
3. row: 11 triangles
4. row: 11 triangles
5. row: 9 triangles
6. row: 7 triangles


Joining:
The triangles are joined together with sc. Put the triangles together, backsides facing each other, 1 sc in each ch. The sc tend to lean in one direction so be careful always to crochet in the same direction so all the sc lean in the same direction.


Edging:
Rnd 1:
Start in what ever chain you want to, ch 1, 1 sc in the same st, 1 sc in each st. Make 5 to 7 sc in the corners (what ever you think fits best). Join with slip st in the 1st sc of the round.
Rnd 2: Ch 1, 1 sc in same chain, 4 sc, 1 picot, *5 sc, 1 picot*, repeat from * to * till the end of the round. Join with slip st in the 1st sc of the rnd.

Þríhyrningateppi - uppskrift

Hér kemur uppskriftin af þríhyrningateppinu sem hefur vakið svo mikla lukku. Vona að uppskriftin sé auðskilin og að þið eigið eftir að skemmta ykkur jafn vel og ég við að gera þetta teppi c",)


Þríhyrningur:
Gerið 5 ll, tengið saman í hring með kl.
1.umferð: 3 ll (telst sem 1 st), 2 st í hringinn, 4 ll, 3 st, 4 ll, 3 st, 4 ll, tengið saman með kl í 3ju ll sem var hekluð í byrjun.
2. umferð: 3 ll (telst sem 1 st), st í næstu 2 st, *3 st, 4 ll, 3 st* í loftlykkjubilið, st í næstu 3 st, *3 st, 4 ll, 3 st* í loftlykkjubilið, st í næstu 3 st, *3 st, 4 ll, 3 st* í loftlykkjubilið, tengið saman með kl í 3ju ll sem var hekluð í byrjun.
3. umferð: 3 ll (telst sem 1 st), st í næstu 5 st,*3 st, 4 ll, 3 st* í loftlykkjubilið, st í næstu 9 st, *3 st, 4 ll, 3 st* í loftlykkjubilið, st í næstu 9 st, *3 st, 4 ll, 3 st* í loftlykkjubilið, st í næstu 3 st, tengið saman með kl í 3ju ll sem var hekluð í byrjun.
4. umferð: 3 ll (telst sem 1 st), st í næstu 8 st,*3 st, 4 ll, 3 st* í loftlykkjubilið, st í næstu 15 st, *3 st, 4 ll, 3 st* í loftlykkjubilið, st í næstu 15 st, *3 st, 4 ll, 3 st* í loftlykkjubilið, st í næstu 6 st, tengið saman með kl í 3ju ll sem var hekluð í byrjun.
5. umferð: 3 ll (telst sem 1 st), st í næstu 11 st,*3 st, 4 ll, 3 st* í loftlykkjubilið, st í næstu 21 st, *3 st, 4 ll, 3 st* í loftlykkjubilið, st í næstu 21 st, *3 st, 4 ll, 3 st* í loftlykkjubilið, st í næstu 9 st, tengið saman með kl í 3ju ll sem var hekluð í byrjun.
Þríhyrningurinn er tilbúinn.

Heklið 54 þríhyrninga, eða 18 af hverjum lit ef þið ætlið að hafa 3 liti.

Raðið þríhyrningunum saman í þá röð sem þið viljið hafa þá áður en þið byrjið að hekla þá saman.
1. röð: 7 þríhyrningar
2. röð: 9 þríhyrningar
3. röð: 11 þríhyrningar
4. röð: 11 þríhyrningar
5. röð: 9 þríhyrningar
6.röð: 7 þríhyrningar


Heklað saman:
Teppið er heklað saman með fp. Snúið þríhyrningunum saman á röngunni og heklið 1 fp í þann helming lykkjunar sem er á réttunni. Byrjið á að hekla einn og einn þríhyrning saman til að mynda raðir og heklið svo raðirnar saman. Fp halla aðeins svo það er fínt að passa sig á að hekla alltaf í sömu átt svo fp halli allir í sömu átt.
(Á þessari mynd sést hvernig er heklað í helming lykkjunnar - á röngunni reyndar).


Heklað utan um:
1. umferð: Byrjið hvar sem er með því að stinga nálinni í e-a lykkju, 1 ll, 1 fp í sömu lykkju, 1 fp í hverja lykkju. Gerið 5 til 7 fp í hornin (hvort sem ykkur finnst þurfa), lokið umferðinni með 1 kl í 1sta fp umferðarinnar.
2. umferð: 1 ll, 1 fp í sömu lykkju, 4 fp, *3 ll, 1 kl í 1. ll þessara 3ja* = hnútur gerður, 5 fp, 1 hnútur, endurtakið út umferðina, lokið umferðinni með kl í 1sta fp umferðarinnar.

19 September 2010

Hekl grúppa á Facebook

Ég var að stofna nýja hekl grúppu á Facebook.
Þar sem við heklarar getum spjallað um hekl hekl hekl og ekkert annað en hekl.
Vona að ég sjái sem flesta heklara þar.

Handóðir Heklarar
á Facebook c",)


11 September 2010

Heklaður kanntur #9

Það er hægt að bæta umferðum við þennan kannt ef manni langar til að hafa þykkari kannt eða fleiri liti.

Umferð 1: Tengið í hvaða lykkju sem er, 1 loftlykkja, 1 fastapinni í sömu lykkju, 1 fastapinni, 1 loftlykkja. Endurtakið út umferðina, lokið umferðinni með keðjulykkju í fyrsta fastapinnann.
Umferð 2: Byrjið með næsta lit í næsta loftlykkjubili, 1 loftlykkja, 1 fastapinni í sama loftlykkjubil, 1 loftlykkja, 1 fastapinni í næsta loftlykkjubil. Endurtakið út umferðina, lokið umferðinni með keðjulykkju í fyrsta fastapinnann.
Umferð 3: Byrjið með næsta lit í næsta loftlykkjubili, 1 loftlykkja, 1 fastapinni í sama loftlykkjubil, 1 loftlykkja, 1 fastapinni í næsta loftlykkjubil. Endurtakið út umferðina, lokið umferðinni með keðjulykkju í fyrsta fastapinnann.

Heklaður kanntur #8 - Gadda kanntur

Einn kanntur tvær útgáfur.

Fyrri útgáfan:
Umferð 1: Byrjið hvar sem er með því að stinga nálinni í hvaða lykkju sem er, 1 loftlykkja, 1 fastapinni í sömu lykkju, 1 fastapinni í hverja lykkju út umferðina, í hornin eru gerðar 3 fastapinnar, tengið saman með keðjulykkju í fyrsta fastapinnann.
Umferð 2: Tengið með næsta lit í hvaða lykkju sem er, 1 loftlykkja, 1 fastapinni í sömu lykkju, 2 fastapinnar, 1 gaddaspor (sjá skýringarmynd neðst), 3 fastapinnar, 1 gaddaspor. Endurtakið út umferðina, lokið umferðinni með keðjulykkju í fyrsta fastapinnann.


Hin útgáfan:
Umferð 1: Byrjið hvar sem er með því að stinga nálinni í hvaða lykkju sem er, 1 loftlykkja, 1 fastapinni í sömu lykkju, 1 fastapinni í hverja lykkju út umferðina, í hornin eru gerðar 3 fastapinnar, tengið saman með keðjulykkju í fyrsta fastapinnann.
Umferð 2: Tengið með næsta lit í hvaða lykkju sem er, 1 loftlykkja, 1 fastapinni í sömu lykkju, 1 gaddaspor (sjá skýringarmynd neðst), 1 fastapinni, 1 gaddaspor. Endurtakið út umferðina, lokið umferðinni með keðjulykkju í fyrsta fastapinnann.


Gaddaspor:

Heklaður kanntur #7

Umferð 1: Byrjið hvar sem er með því að stinga nálinni í hvaða lykkju sem er, 1 loftlykkja, 1 fastapinni í sömu lykkju, 1 fastapinni í hverja lykkju út umferðina, í hornin eru gerðar 3 fastapinnar, tengið saman með keðjulykkju í fyrsta fastapinnann.
Umferð 2: Tengið með næsta lit í hvaða lykkju sem er, 1 loftlykkja, 1 fastapinni í sömu lykkju, 1 gaddaspor (sjá skýringarmynd neðst), 1 fastapinni, 1 gaddaspor. Endurtakið út umferðina, lokið umferðinni með keðjulykkju í fyrsta fastapinnann.
Umferð 3: 1 loftlykkja, 1 fastapinni í sömu lykkju, 1 fastapinni í næstu lykkju, 3 loftlykkjur, 2 fastapinnar, 3 loftlykkjur, 2 fastapinnar. Endurtakið út umferðina, lokið umferðinni með keðjulykkju í fyrsta fastapinnann.
Gaddaspor:

Heklaður kanntur #6

Það eru í raun tvær útgáfur af sama kanntinum hérna, sitt hvorum megin við hornið, með hnúðum og án hnúða.

Umferð 1: Byrjið á að gera 3 loftlykkjur (telst sem 1 stuðull), 2 stuðlar, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 3 stuðlar, 1 loftlykkja, hoppið yfir næstu lykkju, 3 stuðlar. Endurtakið út umferðina, lokið umferðinni með keðjulykkju.
Umferð 2 - án hnúða: Byrjið í næsta loftlykkjubili, 1 loftlykkja,1 fastapinni í sama bil, 3 loftlykkjur, 1 fastapinni í næsta loftlykkjubil.
Umferð 2 - með hnúðum: Byrjið í næsta loftlykkjubili, 1 loftlykkja,1 fastapinni í sama bil, 3 loftlykkjur, *1 fastapinni, 3 loftlykkjur, 1 fastapinni* í næsta loftlykkjubil, 3 loftlykkjur, 1 fastapinni í næsta loftlykkjubil, *1 fastapinni, 3 loftlykkjur, 1 fastapinni* í næsta loftlykkjubil.
Til að gera horn: 1 fastapinni, 3 loftlykkjur, 1 fastapinni, 5 loftlykkjur, 1 fastapinni, 3 loftlykkjur, 1 fastapinni.






Heklaður kanntur #5 - Blúndu kanntur

Þetta er fyrsti kannturinn sem ég lærði að hekla og var lengi vel sá eini sem ég kunni að gera og notaði hann því mjög mikið.

Umferð 1: Byrjið hvar sem er með því að stinga nálinni í hvaða lykkju sem er. Heklið 3 loftlykkjur (telst sem 1 stuðull), heklið 4 stuðla í sömu lykkju, hoppið yfir 1 lykkju, 1 fastapinni í næstu lykkju, hoppið yfir 1 lykkju, 5 stuðlar í næstu lykkju, hoppið 1 lykkju, 1 fastapinni í næstu lykkju, hoppið yfir 1 lykkju, 5 stuðlar í næstu lykkju. Endurtakið út umferðina. Lokið umferðinni með keðjulykkju.






Heklaður kanntur #4 - Púffaðurkanntur

Ég hef ákveðið að kalla þennan kannt púffaðann kannt þar sem þetta eru bara heklaðar púffur.
Ef þið kunnið ekki að gera "púffu" þá er það ekkert vandamál því ég set með skýringarmynd og leiðbeiningar neðst.

Umferð 1: Byrjið hvar sem er með því að stinga nálinni í hvaða lykkju sem er. Til þess að gera fyrstu púffuna heklið þið 2 loftlykkjur í stað fyrsta stuðulsins í púffunni, sláið bandinu upp á nálina og stingið í sömu lykkju. Þegar fyrsta púffan er komin er gerð 1 loftlykkja, hoppað yfir eina lykkju og púffaa gerð í þá næstu, 1 loftlykkja, hoppað yfir 1 lykkju, púffa gerð. Endurtakið út umferðina, klárið með því að gera 1 loftlykkju og lokið umferðinni með keðjulykkju efst í fyrstu púffuna.
Fyrir hornin eru gerðar 3 loftlykkjur á milli til að mynda horn.




Púffur: Púffur eru í raun bara stuðlar sem eru ekki kláraðir strax heldur helmingurinn gerður nokkrum sinnum og lykkjunum safnað upp á nálina og allar lykkjurnar svo teknar í gegn saman. Hægt er að gera mismunandi stórar/feitar púffur með því að hafa annað hvort 3, 4 eða 5 fastapinna í púfflunni.

Sláið bandinu upp á nálina, stingið í lykkjuna, dragið bandið í gegn og þið eruð komin með 3 lykkjur, tosið soldið vel í bandið og hafið það laust á svo púffan verði ekki strekkt, dragið bandið í gegnum 2 lykkjur, þá eruð þið með 2 lykkjur á nálinni, sláið bandinu aftur upp á nálina, stingið í sömu lykkju og dragið í gegnum 2 lykkjur, þá eruð þið með 3 lykkjur á nálinni. Þegar allir stuðlarnir eru komnir er bandinu slegið upp á nálina og dregið í gegnum allar lykkjurnar. Og voila þið eruð komin með púffu!




Hér má sjá myndband af því hvernig púffa er gerð.

Vona að þetta séu ekki of flóknar leiðbeiningar. Það getur verið svo merkilega erfitt að útskýra hekl með orðum. En púffur eru mjög auðveldar um leið og mar er kominn á lagið með að gera þær.

Heklaður kanntur #3

Þessi kanntur er svipaður þeim með hnútana nema að hann er mun auðveldari og kemur að mínu mati mjög skemmtilega út. Var einmitt að nota þessa aðferð á teppið sem ég var að klára.

Umferð 1: Byrjið hvar sem er með því að stinga nálinni í e-a lykkju, gerið eina loftlykkju og fastapinna í sömu lykkju. Gerið 1 fastapinna, heklið 3 loftlykkjur, 2 fastapinna, 3 loftlykkjur, endurtakið út umferðina, tengið saman með keðjulykkju í fyrsta fastapinnann.

Eins og með hnúta kanntinn er hægt að auka bilið á milli loftlykkjuboganna og jafnvel stækka loftlykkjubogana með því að gera 4 eða jafnvel 5 loftlykkjur.




Heklaður kanntur #2 - Hnúta kanntur

Þetta er kanntur sem ég nota sjálf mikið, hann er mjög einfaldur og kemur vel út, annars væri ég ekki að nota hann.

Hnútur: Heklið 3 loftlykkjur, tengið saman með keðjulykkju í fyrstu loftlykkjuna til að mynda hnút.
Umferð 1: Byrjið hvar sem er með því að stinga nálinni í e-a lykkju, gerið eina loftlykkju og fastapinna í sömu lykkju. Heklið 2 fastapinna, 1 hnút, 3 fastapinna, 1 hnút, endurtakið út umferðina, tengið saman með keðjulykkju í fyrsta fastapinnann.

Það er auðvitað hægt að hafa hnútana fleiri eða færri með því að auka eða fækka fastapinnunum sem gerðir eru á milli hnútanna.





Hnúta kanntur á teppum sem ég hef gert:
Bláa og fjólubláa teppið - 3hyrninga teppið