Pages

18 November 2010

Sarafia teppi - uppskrift

Ég alveg hreint elska elska þetta teppi!
Eins og ég hef áður sagt þá nefni ég það Sarafia því ég fékk innblástur frá Söru og Sofiu við gerðina á því.

Mig langar að deila því með ykkur og vona að þið eigið eftir að elska það jafn mikið og ég!



Ferningur:
Byrjið með lit A.
Heklið 5 ll, tengið saman í hring með kl.

1. umf: 3ll (telst sem 1 st), 2 st inn í hringinn, 3 ll, 3 st, 3 ll, 3 st, 3 ll, 3 st, 3 ll, tengið saman með kl í 3ju ll.
Slítið og skiptið yfir í lit B.

(Ath að í raun er alltaf byrjað á seinasta stuðli umferðarinnar)
2. umf: Byrjið í seinasta ll bili fyrri umferðar. Heklið 5 ll (telst sem 1 st, 2 ll), *í næsta ll bil 3 st, 3 ll, 3 st, 2 ll* endurtakið frá * til * tvisvar sinnum til viðbótar. Í seinasta ll bilið er heklað 3 st, 3 ll, 2 st, tengt saman með kl í 3ju ll sem var gerð í byrjun.

3. umf: 5 ll (telst sem 1 st, 2 ll), *1 st í hvern st fyrri umf (samtals 3 st), í hornið er heklað 2 st, 3 ll, 2 st, 1 st í hvern stuðul fyrri umf, 2 ll* endurtakið frá * til * út umferðina, klárið umf með kl í 3ju ll frá byrjun.

4. umf: 5 ll (telst sem 1 st, 2 ll), *1 st í hvern st fyrri umf (samtals 5 st), í hornið er heklað 2 st, 3 ll, 2 st, 1 st í hvern stuðul fyrri umf, 2 ll* endurtakið frá * til * út umferðina, klárið umf með kl í 3ju ll frá byrjun.

5. umf: 5 ll (telst sem 1 st, 2 ll),
*1 st í hvern st fyrri umf (samtals 7 st), í hornið er heklað 2 st, 3 ll, 2 st, 1 st í hvern stuðul fyrri umf, 2 ll* endurtakið frá * til * út umferðina, klárið umf með kl í 3ju ll frá byrjun.
Slítið og skiptið aftur yfir í lit A.

6. umf: Tengið í 3ju ll þar sem hætt var í fyrri umf. 5 ll (telst sem 1 st, 2 ll), *1 st í hvern st fyrri umf (samtals 9 st), í hornið er heklað 2 st, 3 ll, 2 st, 1 st í hvern stuðul fyrri umf, 2 ll* endurtakið frá * til * út umferðina, klárið umf með kl í 3ju ll frá byrjun.


Fjöldi:
Ég er með 48 stk ferninga í mínu teppi.
Ég nota aðallega 3 liti, er þá með einn aðallit sem eru 24 ferningar og svo hafa hinir tveir litirnir 12 ferningar hvor.

Að hekla saman:
Það eru margar leiðir til að hekla þá saman en mér líkar best við eina fyrir þetta teppi. Þið snúið ferningunum saman á réttunni, röngurnar út og heklið kl bara í aftari lykkjurnar (semsé þann helming lykkjunnar sem snýr að röngunni).

Að hekla utan um:
Ég byrja alltaf á að hekla allavegana eina umferð af fp í kringum allt teppið. Það er engin ein ákveðin leið sem er flottust til að hekla utan um það.
Ég er með nokkrar mismunandi tegundir af könntum til að hekla hér á blogginu mínu.


Ef þið eruð með ábendingar um hvað mætti betur fara í uppskriftinni eða þið sjáið villu endilega látið mig vita handodi.heklarinn@gmail.com

No comments:

Post a Comment