13 November 2010

Heklaðar bjöllur

Tinna vinkona er alveg búin að smita mig af Bjöllu-æðinu!
Ég fékk að sitja með henni eitt námskeið seinasta sunnudag og síðan þá hefur ekki verið stoppað.


Tinna er með námskeið þar sem hún kennir að hekla bjöllu - sem er Bjalla 1 - ef þið hafið áhuga á að kíkja til hennar þá finnið þið upplýsingar um námskeiðin hennar hér.

Tinna er heldur ekkert að sitja á uppskriftinni. Ef ykkur langar að fá uppskriftina og hekla bara sjálfar þá finnið þið hana hér.

Hinar bjöllurnar sem ég er búin að gera hermdi ég eftir öðrum bjöllum sem ég fann á netinu. Það er merkilega fátt upp uppskriftir að hekluðum bjöllum á netinu. Eiginlega bara engin.

Bjalla #1




Bjalla #2




Bjalla #3




Bjalla #4




Ég prófaði að setja bjöllurnar á litaða seríu og ég er að fíla það í botn. Mér finnst þær koma alveg æðislega út svona marglitar og er að hugsa um að setja mínar eigin á þannig seríu. Eina sem ég er ekki að fíla er að snúran er dökk. En það hlýtur að vera hægt að fá seríu með hvítri snúru og lituðum perum.



Er þetta ekki bara töff?!

8 comments:

  1. Frábært. Er einmitt að hekla svona bjöllur og finnst það rosalega gaman :)

    ReplyDelete
  2. Ofseleg tøft!! :D The different colours in the lights makes it so much more fun!

    Have a nice weekend!

    ReplyDelete
  3. Flottar!
    Hvernig festirðu þær á seríuna?

    ReplyDelete
  4. Það er svona upphengi lykkja á þeim. Annars tróð ég þeim bara á :)

    ReplyDelete
  5. Bjöllurnar eru ekkert smá flottar þegar þær eru komnar á seríu!! Þetta er geggjað flott hjá þér Elín :)

    ReplyDelete
  6. er hægt að kaupa uppskriftina af bjöllu nr 2, ógó flott:-)
    Margrét Bald

    ReplyDelete
  7. Hvar er hægt að fá uppskriftina af þessum bjöllum?
    Kv. Tanja Ýr

    ReplyDelete
    Replies
    1. Ég er að selja uppskriftir að mínum bjöllum. Sendu mér tölvuoóst á handodi.heklarinn@gmail.com ef þú hefur áhuga.
      Mbk Elín

      Delete