Pages

25 July 2010

Litlar blúndur

Eftir að ég bloggaði um hvítar blúndur í Mósaík Mánudegi fór ég í Mólý og keypti mér bómullargarn - ætti frekar að kalla þetta tannþráð - og nál nr. 1,25. Ég var smá stressuð yfir að hekla með svona lítilli nál. En svo gekk það bara glimmrandi og er alls ekkert erfitt þótt þetta sé svona lítið.

En afþví að ég hekla svo fast þá hefur allt sem ég hef heklað orðið frekar lítið c",)

Ég fékk uppskriftin af Hearts Desire Doily hér á Ravelry.

Ég fékk þessa uppskrift líka af Ravelry hún heitir Sunflower shadow.
Mér finnst hún ekkert smá sæt...en ég gæti kannski frekar notað dúkinn sem glasamottu.

Þessa mini dúllu fékk ég úr einni bók sem ég á eftir Edie Eckman.


Bókin hennar Edie er svo æðisleg að því leiti að hún hefur uppskriftirnar á tvo vegu. Hún skrifar uppskriftina OG hún er með uppskriftina teiknaða upp með hekl táknum.
Hekluð tákn eru eitt það æðislegasta sem ég hef uppgötvað lengi. Það er svo þægilegt að geta horft bara á mynd og séð hvernig á að hekla. Og það besta við þessi tákn er að þau eru alþjóðleg. Það skiptir engu máli á hvaða tungumáli uppskriftin er - ef það eru tákn þá getur mar heklað það!

1 comment:

  1. Hæ Guðrún heiti ég og hef verið að skoða síðuna þína, hef mikinn áhuga fyrir hekli en hef ekki fengið neinar uppskriftir af hekluðum dúkum. Frábærir dúkar hérna að ofan sérstaklega Sunflower shadow, ekki áttu uppskriftina fyrir mig helst á íslensku af því að ég á erfitt með að skilja údlendar uppskriftir :)

    Kveðja,
    Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
    ghb3@internet.is
    Handóðar heklarar á facebook.

    ReplyDelete