Pages

03 May 2010

Teppi handa Guðmundi Óskari

Ég lá inná spítala í febrúar 2009. Það var ekki það skemmtilegasta sem ég gerði og leiddist mér afskaplega. Því var tilvalið að nýta tímann og hekla. Begga systir hans Freys var þá nýbúin að eignast strákinn sinn - Guðmund Óskar. Og því eiginlega bara meant to be að hekla handa honum eitt stykki teppi.

Ég ákvað að gera fullt af litlum ömmu-ferningum og hekla saman. Ég fór í Molý og keypti mér risa 400 gramma dokkur af bláu og hvítu og keypti svo 2 dokkur af grænu úr e-u öðru garni sem ég man ekki hvað heitir.
Ég notaði heklunál nr. 3 - sem var eiginlega of lítið fyrir þetta garn.

Það eru ekki allir jafn hrifnir af risa akríl dokkunum sem er verið að selja...en ég elska þær...og ég elska akríl.

Ferningarnir urðu rúmlega 80 og ég ætlaði aldrei að klára að ganga frá öllum þessum endum! Enda voru 8 endar á hverjum ferning. *úfffff*

Þetta tókst allt að lokum og teppið varð ótrúlega flott þótt ég segi sjálf frá!

2 comments:

  1. Sæl ég var að leita að ömmu hekli og þín síða kom upp, og það var akkúrat þessir fernigar sem ég er að leita að en vantar uppskriftina,ef þú getur sett hana inn þá væri það mjög gott kv Elín

    ReplyDelete
  2. Það er á planinu að setja inn uppskriftir líka...ég hef vonandi tíma fljótlega.
    Endilega fylgstu með :)

    ReplyDelete