Pages

17 May 2010

Á nálinni #2

Ég hef oft ætlað að gera handa sjálfri mér rúmteppi en hef aldrei náð að ákveða hvað það er sem ég vill. En ekki fyrir svo löngu fann ég góða hugmynd - að mér fannst - og ég byrjaði að hekla. Fyrst ætlaði ég að nota allt græntóna garnið sem ég átti - því ég átti soldið mikið af því. En Jóka vinkona stakk upp á því að ég myndi bæta fleiri litum við og Gyða vinkona var sammála.
Svo ég tók saman allt garnið sem ég átti og gerði nokkrar litaprufur. Mér finnst það koma miklu betur út.
Svo nú er á nálinni önnur litasprengja - með samt hvítu ívafi.

Bleiku litirnir tveir.
Annar er ljós laxa baby bleikur - mjööög sætur - og hinn er alveg æpandi bleikur og ekkert smá töff!

Græn-Gulu litirnir.
Þessi guli skilar sér engann veginn á myndinni - en hann er alveg neeeeon - mér finnst hann geggjaður en það eru ekki allir sem fíla svoleiðis. Hinn græni er svona ljós epla græn - ef það meikar sense - hann er ekki heldur alveg að skila sér á myndinni.

Bláu litirnir.
Annar er svona túrkís - eða þannig - og hinn dökkblár.

Grænu litirnir.
Mosagrænn og annar soldið grasgrænn.

Fjólubláu litirnir.
Uppáhalds dökkfjólublái liturinn minn - sem ég kann bara ekki að taka mynd af - og ljósari fjólublár. Báðir rooosa flottir.

Allir litirnir saman. Mér finnst þeir ekkert smá flottir allir.

***

Svo er það nýjasta garnið sem ég var að kaupa í Rúmfó og Europris.

Vantaði fullt meira hvítt í teppið mitt.

Blátt sprengt ullargarn úr Europris.
Ætla að hekla sokka úr því, vona að þeir verði stærri en pínuponsu sokkarnir sem ég heklaði um daginn.

Ég keypti líka gult King Cole garn í Rúmfó, hef ekkert við það að gera ennþá en er bara svo skotin í gulum þessa dagana. Svo er hin dokkarn ullar-akríl-nælon blanda úr Europris...litirnir eru bara töff.

Og ein að lokum til að sýna Jóku að blaðarekkinn minn er víst töff.
Keypti það á 400 kall í Góða og ætla að mála það hvítt eða e-m öðrum fallegum lit. Er ekki enn búin að ákveða mig.

1 comment:

  1. OMG hvað þetta er allt saman flott, vá vá vá...
    Mig langar líka soldi að gera teppi handa sjálfri mér en hef ekki enn lagt í það þar sem ég er svo rosalega óþolimóð og nenni engan vegin að gera svona stórt verkefni..

    Var ég búin að segja þér.... Þú ert algjör snillingur!!!

    kv Jóka sæta

    ReplyDelete