Pages

24 April 2010

Teppið sem aldrei varð úr...

Eins og þeir sem þekkja mig vita er ég mjög dugleg að byrja á verkefnum. En ég er oft mjög fljót að fá leið á þeim líka. Oftast legg ég verkefnið til hliðar og geymi það þar til ég nenni að klára það. En oft þá rek ég allt saman bara upp.

Og þannig var það með þetta teppi mitt.

Ég ætlaði að búa til fallegt sófateppi handa Gyðu vinkonu minni sem var að verða 25 ára. Ég fann uppskrift í einni bók sem ég á eftir snillingin hana Jan Eaton sem heitir 200 ripple stitch patterns.


Því næst skellti ég mér í Europris og keypti fullt af garni þar. Þeir eru nefninlega með gott úrval af ódýru garni sem er fínt að nota í rúmteppi og sófateppi.

Og svo var byrjað að hekla.


Ég var alveg að fíla teppið í botn. Mér fannst bylgjurnar æði. Mér fannst litirnir æði. En garnið dugði skemur en ég reiknaði með. Ég hefði þurft að kaupa 3x meira en ég var þegar búin að kaupa og hefði heildarkostnaðurinn þá verið komin yfir 20 þúsund. Mér þykir óendanlega vænt um hana Gyðu mína en 20 þúsund var bara aðeins meira en ég hafði efni á að splæsa í þetta.


Þannig að ég hætti við þetta verkefni. Rakti teppið upp og notaði part af garninu í barnateppi sem var með sama mynstri.

Á þessum tíma vorum við nýbúin að fá hana Guðmundu kisuna okkar og skemmti hún sér konunglega við gerð þessa teppis. Verð að láta þær myndir fylgja með c",)


No comments:

Post a Comment