Pages

12 April 2010

Afganga Ást ♥

Uppáhaldsteppið mitt um þessar mundir - og kannski bara ever. Er afgangateppið mitt.

Kvöld eitt þegar ég hafði ekkert til að hekla og átti engann pening til að kaupa mér garn ákvað ég að hekla úr afgangs garninu sem ég átti.
Planið var aldrei að gera heilt teppi - hvað þá svona stórt - heldur bara til að stytta mér stundir þar til ég gæti keypt mér garn.

Svo var ég einn daginn í heimsókn hjá ömmu. Sem á meira garn en hún veit hvað á að gera við. Og leyfði gamla konan mér að hirða fullt af afgöngum frá henni. Og þegar ég segi fullt þá meina ég fuuullt.

Svo var bara heklað þar til garnið kláraðist og úr varð fallega litasprengjan mín sem ég alveg hreint elska. Það er stórt, þungt, hlýtt og hið fullkomna sófateppi.

Teppið er samt ekki alveg tilbúið. Garnið kláraðist þegar ég var að hekla hringinn...mér finnst það ekki passa að kaupa garn til að klára teppið. Svo ég bíð þar til rétti afgangurinn kemur með að klára það.

5 comments:

  1. Sætt!! Er þetta teppið sem ég er búin að hertaka?

    ReplyDelete
  2. Sæl.
    Snilldarhugmynd, teppið þitt er æðislegt :) ég elska að hekla líka en er ekki nógu dugleg við það.
    Á sjálf alltof mikið af afgöngum, ég ætti að taka þig til fyrirmyndar og hekla mér eitt stykki litabombu teppi. :)
    Ein spurning, ertu með mismunandi garn í teppinu?
    Kær kv. Nína Margrét :)

    ReplyDelete
  3. Já þetta eru bara allar tegundir af garni. Það sést alveg þegar það er skoðað að það er misþétt á köflum. Ef e-ð garn var of fínt þá hafði ég það stundum tvöfalt.

    Takk æðislega fyrir hrósið c",)

    ReplyDelete
  4. Flott teppi!
    Ég er líka að nýta afganga, en geri ferninga (granny squares) þannig að ef ég gefst upp áður en það er orðið "fullorðið", þá get ég alltaf búið til barnateppi í staðinn.

    ReplyDelete
  5. Ég ætlaði einmitt að gera mér rúmteppi úr ferningum, en er ekki viss hvort ég vilji klára það, svo ég er að hugsa um að gera barnateppi c",)

    ReplyDelete